Viðskipti innlent

Bílaflotinn aldrei verið eldri

ingvar haraldsson skrifar
Íslenski bílaflotinn eldist hratt.
Íslenski bílaflotinn eldist hratt.
Meðalaldur íslenska bílaflotans var 12,7 ár og hefur hann aldrei verið hærri samkvæmt nýútkominni Árbók bílgreina árið 2015.

Um 12 þúsund nýskráningar bifreiða voru á síðasta ári og er það þriðjungsfjölgun milli ára. Þrátt fyrir þessa fjölgun heldur bílaflotinn áfram að eldast. Hærri aldur bílaflotans er rakinn aftur til hrunsins en nýskráningar bifreiða voru í sögulegu lágmarki árið 2009. Einungis 16% bílaflotans er yngri en 5 ára en hlutfallið var jafnan á bilinu 30-40% fyrir bankahrunið.



Meirihluti bíla eldri en 10 ára


Stærsti hluti bílaflotans, eða um þriðjungur hans, er á aldrinum 6-10 ára. Þar er um að ræða bíla sem fluttir voru inn á árunum 2004-2008. Næst flestar eru bifreiðar á aldursbilinu 11-15 ára en samanlagt er um 55%  bílaflotans á þessum aldri.

„Með hækkandi aldri bílaflotans má gera ráð  fyrir að heimilin þurfi að bera aukinn kostnað af viðhaldi auk þess sem  farið er á mis við bætta eldsneytisnýtingu og öryggi sem yngri bílar bjóða gjarnan,“ segir í árbókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×