Innlent

Bíl stolið á Kársnesi þegar kettinum var hleypt út

Boði Logason skrifar
Bíllinn er af gerðinni Passat og hann er rauður. Númerið á honum er MO-729. Mynd tengist frétt ekki beint.
Bíllinn er af gerðinni Passat og hann er rauður. Númerið á honum er MO-729. Mynd tengist frétt ekki beint.

„Þetta hefur örugglega gerst undir morgun þegar ég hleypti honum út um fimmleytið," segir Kristrún Júlíusdóttir kattaeigandi á Kársnesi í Kópavogi. Það var í morgun þegar Kristrún hleypti kettinum sínum út til að pissa að einhver óprúttinn aðili fór inn í íbúðina hennar og stal bíllyklunum að bílnum hennar og ók honum í burtu. Kristrún skildi litla rifu eftir á útidyrahurðinni á meðan kisi fór út að pissa eins og hann gerir vanalega.

„Það er einhver sem veit að ég bý á efri hæðinni og á þennan bíl, ég byrja að snúa öllu við og leita að lyklinum en hann finnst ekki. Ég lít svo út, þá er bara enginn bíll," segir Kristrún sem var mjög brugðið en þjófurinn tók bara lykilinn af bílnum þó svo að veskið hennar og fleira væri ekki langt undan.

Vísir hefur fjallað mikið um kattahald á Kársnesi þar sem íbúar kvarta yfir villiköttum, sem og heimilisköttum, sem eru að fara inn í íbúðir fólks á nóttunni. Kristrún segir sinn kött ekki vera einn af þeim. „Ég fylgist með honum, hann fer í mesta lagi út í fimm mínútur að pissa. Hann er ljúfur og góður, með svo lítið hjarta að hann þorir ekki að vera lengi úti. En ég er sammála því að það er mikið af villiköttum þarna. Það er svolítið mikið um þetta í Vesturbænum, ég verð vör við það," segir Kristrún.

Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Passat árgerð '99. Hann er rauður á litinn með númerið MO-729.

Kristrún tilkynnti lögreglunni þjófnaðinn sem ætlar að svipast um eftir honum í dag. Hún biður fólk að hafa augun opin ef það rekst á bílinn.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×