Bikarþreyta Blika ræður úrslitunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2015 08:00 Kristinn Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. vísir/stefán Það eru tveir stórslagir í næstu umferð Pepsi-deildar karla. Topplið FH, sem á flesta sigra (6) allra liða á tímabilinu, tekur á móti Breiðabliki – eina taplausa liði deildarinnar – á Kaplakrikavelli annað kvöld. Á mánudagskvöld mætast svo Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar KR. Við beinum sjónum okkar nú að fyrrnefnda leiknum en Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, segir að þrátt fyrir mikinn styrkleika liðanna séu vankantar á þeim báðum. „FH-ingar hafa verið að leka inn mörkum,“ segir hann og bendir á að aðeins einu sinni [gegn Víkingi] hefur FH haldið hreinu síðan liðið vann Val, 2-0, í annarri umferð þann 10. maí. „Það hefur verið áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson [þjálfara FH]. En hann ætti nú, loksins, að geta stillt upp sínu besta miðvarðapari,“ segir Hjörvar, sem reiknar með því að Guðmann Þórisson, sem spilaði í 90 mínútur þegar FH vann Grindavík í bikarnum á fimmtudag, sé orðinn góður af meiðslum sínum og spili með Kassim Doumbia í hjarta varnar FH.Byrjunarliðið eins og jólasería Arnar Grétarsson hefur ekki haft ríka ástæðu til að breyta byrjunarliði Breiðabliks. Liðið hefur unnið fimm deildarleiki í röð. „Við sáum það í bikarleiknum gegn KA að þeir ráða ekki við breytingar,“ segir Hjörvar en Arnar tefldi fram breyttu byrjunarliði gegn KA í bikarnum á fimmtudag og laut þá í lægra haldi í framlengdum leik. „Byrjunarlið Breiðabliks er eins og jólasería. Ef það vantar eina peru þá er allt saman ónýtt,“ segir Hjörvar og bætir við að úrslit leiksins muni líklega ráðast af því hversu þreyttir Blikarnir verða eftir að margir þeirra spiluðu 120 mínútur í bikarnum á fimmtudag. „Við sáum hvað gerðist þegar Stjarnan og Leiknir fóru í framlengingu í 32-liða úrslitum bikarsins. Bæði lið voru bensínlaus í næsta leik,“ segir Hjörvar. „Ég held því að óvissuþátturinn, sem gæti haft mikið að segja um leikinn, sé hversu mikil þreyta sitji í liði Breiðabliks.“Félagaskipti Kristjáns Flóka voru mikið í umræðunni í vetur.vísir/ernirHliðarsaga Kristjáns Flóka Kristján Flóki Finnbogason verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarlínu FH en félagaskipti hans í félagið frá FCK í Danmörku á vormánuðum vöktu mikla athygli. „Mál Kristjáns Flóka er skemmtileg hliðarsaga í þessum leik. Hann var á leiðinni í Breiðablik þegar hann hætti við á síðustu stundu og mamma hans ákvað svo að skrifa undir fyrir hann hjá FH,“ segir Hjörvar. „Kristján Flóki hefur staðið sig ágætlega þrátt fyrir að hafa skorað í aðeins tveimur leikjum af níu í deild og bikar í sumar.“ Hjörvar á von á að Heimir Guðjónsson stilli þeim Steven Lennon og Kristjáni Flóka saman upp í sóknarlínu FH en eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru þeir fyrsta framherjaparið í efstu deild undanfarinn áratug þar sem báðir aðilar afreka að skora þrennu á sama tímabilinu. Síðast gerðist það hjá Allan Borgvardt og Tryggva Guðmundssyni árið 2005. „FH-ingar geta ekki kvartað yfir því að geta spilað í mismunandi leikkerfum. Það gerir FH enn óútreiknanlegra. Blikar geta að sama skapi bara spilað samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu vegna þess að þeir eiga bara einn framherja [Ellert Hreinsson] sem hefur þó verið að hitna og skorað í tveimur deildarleikjum í röð.“Líkleg byrjunarlið.Ekki tapað 90 mínútna leik Árið 2015 hefur verið gott hjá Breiðabliki og sjálfstraustið er mikið í liði Arnars Grétarssonar. „Arnar hefur sem þjálfari Breiðabliks ekki tapað í 90 mínútna fótboltaleik allt þetta ár og skiptir þá engu hvað mótið heitir,“ segir Hjörvar en ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í deildinni en Breiðablik í ár. „Ég held að það verði lítið skorað í þessum leik. Við fáum í allra mesta lagi þriggja marka leik,“ segir Hjörvar. „Eins og í öllum leikjum þá mun þetta ráðast af því hvort liðið gerir færri mistök. Og í undanförnum leikjum hafa FH-ingar gert varnarmistök í hverjum einasta leik.“ Hann telur að Breiðablik verði ekki jafn sókndjarft og í síðustu leikjum. „Stig væri mjög viðunandi fyrir Blika sem munu fara í Krikann til að verja stigið sitt.“Leikurinn hefst klukkan 20.00 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Það eru tveir stórslagir í næstu umferð Pepsi-deildar karla. Topplið FH, sem á flesta sigra (6) allra liða á tímabilinu, tekur á móti Breiðabliki – eina taplausa liði deildarinnar – á Kaplakrikavelli annað kvöld. Á mánudagskvöld mætast svo Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar KR. Við beinum sjónum okkar nú að fyrrnefnda leiknum en Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, segir að þrátt fyrir mikinn styrkleika liðanna séu vankantar á þeim báðum. „FH-ingar hafa verið að leka inn mörkum,“ segir hann og bendir á að aðeins einu sinni [gegn Víkingi] hefur FH haldið hreinu síðan liðið vann Val, 2-0, í annarri umferð þann 10. maí. „Það hefur verið áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson [þjálfara FH]. En hann ætti nú, loksins, að geta stillt upp sínu besta miðvarðapari,“ segir Hjörvar, sem reiknar með því að Guðmann Þórisson, sem spilaði í 90 mínútur þegar FH vann Grindavík í bikarnum á fimmtudag, sé orðinn góður af meiðslum sínum og spili með Kassim Doumbia í hjarta varnar FH.Byrjunarliðið eins og jólasería Arnar Grétarsson hefur ekki haft ríka ástæðu til að breyta byrjunarliði Breiðabliks. Liðið hefur unnið fimm deildarleiki í röð. „Við sáum það í bikarleiknum gegn KA að þeir ráða ekki við breytingar,“ segir Hjörvar en Arnar tefldi fram breyttu byrjunarliði gegn KA í bikarnum á fimmtudag og laut þá í lægra haldi í framlengdum leik. „Byrjunarlið Breiðabliks er eins og jólasería. Ef það vantar eina peru þá er allt saman ónýtt,“ segir Hjörvar og bætir við að úrslit leiksins muni líklega ráðast af því hversu þreyttir Blikarnir verða eftir að margir þeirra spiluðu 120 mínútur í bikarnum á fimmtudag. „Við sáum hvað gerðist þegar Stjarnan og Leiknir fóru í framlengingu í 32-liða úrslitum bikarsins. Bæði lið voru bensínlaus í næsta leik,“ segir Hjörvar. „Ég held því að óvissuþátturinn, sem gæti haft mikið að segja um leikinn, sé hversu mikil þreyta sitji í liði Breiðabliks.“Félagaskipti Kristjáns Flóka voru mikið í umræðunni í vetur.vísir/ernirHliðarsaga Kristjáns Flóka Kristján Flóki Finnbogason verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarlínu FH en félagaskipti hans í félagið frá FCK í Danmörku á vormánuðum vöktu mikla athygli. „Mál Kristjáns Flóka er skemmtileg hliðarsaga í þessum leik. Hann var á leiðinni í Breiðablik þegar hann hætti við á síðustu stundu og mamma hans ákvað svo að skrifa undir fyrir hann hjá FH,“ segir Hjörvar. „Kristján Flóki hefur staðið sig ágætlega þrátt fyrir að hafa skorað í aðeins tveimur leikjum af níu í deild og bikar í sumar.“ Hjörvar á von á að Heimir Guðjónsson stilli þeim Steven Lennon og Kristjáni Flóka saman upp í sóknarlínu FH en eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru þeir fyrsta framherjaparið í efstu deild undanfarinn áratug þar sem báðir aðilar afreka að skora þrennu á sama tímabilinu. Síðast gerðist það hjá Allan Borgvardt og Tryggva Guðmundssyni árið 2005. „FH-ingar geta ekki kvartað yfir því að geta spilað í mismunandi leikkerfum. Það gerir FH enn óútreiknanlegra. Blikar geta að sama skapi bara spilað samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu vegna þess að þeir eiga bara einn framherja [Ellert Hreinsson] sem hefur þó verið að hitna og skorað í tveimur deildarleikjum í röð.“Líkleg byrjunarlið.Ekki tapað 90 mínútna leik Árið 2015 hefur verið gott hjá Breiðabliki og sjálfstraustið er mikið í liði Arnars Grétarssonar. „Arnar hefur sem þjálfari Breiðabliks ekki tapað í 90 mínútna fótboltaleik allt þetta ár og skiptir þá engu hvað mótið heitir,“ segir Hjörvar en ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í deildinni en Breiðablik í ár. „Ég held að það verði lítið skorað í þessum leik. Við fáum í allra mesta lagi þriggja marka leik,“ segir Hjörvar. „Eins og í öllum leikjum þá mun þetta ráðast af því hvort liðið gerir færri mistök. Og í undanförnum leikjum hafa FH-ingar gert varnarmistök í hverjum einasta leik.“ Hann telur að Breiðablik verði ekki jafn sókndjarft og í síðustu leikjum. „Stig væri mjög viðunandi fyrir Blika sem munu fara í Krikann til að verja stigið sitt.“Leikurinn hefst klukkan 20.00 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira