Innlent

Biðst afsökunar á ummælum um hagsýnar húsmæður: „Þú ert nú ekki alltaf jafn orðheppinn Benedikt“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur beðist afsökunar að kalla þær þingkonur sem tóku þátt í umræðum um verklag við opinber fjarmál á Alþingi „hagsýnar húsmæður“.

„Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.

Í færslu á Facebook-síðu Benedikts segir hann að ummælin hafi verið léleg tilraun til þess að gefa hnyttið andsvar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag ummæli Benedikts og sagði slíka orðanotkun vera óeðlilega.

„Það var tilraun til þess að gefa hnyttið andsvar við fyrri ræðu en hún heppnaðist afleitlega. Um leið og ég heyrði mig segja þetta hugsaði ég: Þú ert nú ekki alltaf jafn orðheppinn Benedikt“,“ skrifar Benedikt og bætir við:

„Þetta voru kjánaleg ummæli og ég biðst afsökunar á þeim.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×