Innlent

Betra að hafa regnhlíf með í Druslugönguna

Birgir Olgeirsson skrifar
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir laugardag.
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir laugardag. Vísir/vedur.is
Þeir sem ætla í Druslugönguna í Reykjavík á laugardag ættu að hafa regnhlíf meðferðis til vonar og vara. Spáð er hægri breytilegri átt í Reykjavík þegar gangan hefst klukkan 14 á laugardag en rigningu. Sem sagt, hið fullkomna regnhlífarveður þar sem ekki þarf að berjast við vindinn.

Þess ber þó að geta að hingað til hefur Veðurstofa Íslands spáð rigningu eða síðdegisskúrum upp á hvern dag í Reykjavík það sem af er viku en lítið sést til úrkomu. Engu að síður er betra eða fylgjast með veðurspá fram á laugardag og sjá hvað setur. Í versta falli er hægt að mæta með regnhlíf.

Fjölmennt verður í göngunni en nú þegar hafa fjögur þúsund og fjögur hundruð manns boðað komu sína á viðburði göngunnar á Facebook.

Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands:

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir svipað veður áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×