Besta málamiðlun í Vatnsmýri útilokuð Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2013 18:45 Ómar Ragnarsson hefur verið flugmaður í 47 ár og á að baki 7.300 flugtíma. Besta mögulega málamiðlun um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri yrði útilokuð, segir atvinnuflugmaðurinn Ómar Ragnarsson, um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja borginni hluta flugvallarins undir íbúabyggð. Ómar, sem er einn reyndasti flugmaður Íslendinga, varar við því í samtali við Stöð 2 að umrætt svæði verði tekið undir íbúabyggð þar sem með því yrði girt fyrir málamiðlun sem kæmi til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bætti jafnframt notagildi vallarins. Ómar segir að lenging austur-vestur-brautarinnar út í sjó, svo hún verði aðalbraut vallarins, geti ein og sér stórminnkað ónæði af flugvellinum.Svona gæti tillaga Ómars litið út. Styttri norður-suðurbraut með nýrri stefnu en austur-vesturbrautin lengd út í sjó yrði aðalflugbraut.Hann vill jafnframt að skoðað verði að leggja nýja en styttri norður-suður-braut, til að nota í hvössum norðan- og sunnanáttum, nokkurn veginn eins og hér er sýnt, með stefnu framhjá Kársnesinu til suðurs en til norðurs yfir Arnarhól. Þannig mætti leggja af bæði núverandi norður-suðurbraut og litlu brautina og losa mikið rými undir byggð en halda notagildi vallarins. Ómar segir aðalatriðið að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum. Ómar, sem staddur er erlendis þessa dagana, sendi fréttastofu nánari útskýringar þar sem hann segir meðal annars: "Ástæða þess hvað norður-suður-brautin er svona mikið notuð er aðallega sú að flugstjórar reyna yfirleitt að nota lengstu braut viðkomandi vallar. Ef þessu er breytt þannig að austur-vestur-brautin verði lengst verður hún sjálfkrafa langmest notuð auk þess sem hún liggur við algengastu vindáttum og hvassviðum svæðisins. Lenging austur-vestur-brautarinnar svo að hún verði aðalbraut vallarins er ein og sér sú breyting sem er til langmestra bóta fyrir notagildi flugvallarins og til að tryggja stórminnkað ónæði af honum, sama hvernig aðrar brautir vallarins liggja. Hugmyndina um lengingu austur-vestur-brautarinnar orðaði Agnar Koefoed-Hansen þáverandi flugmálastjóri, í Morgunblaðsviðtali 1956. Útfærsla mín er 50 ára gömul hugmynd um málamiðlun varðandi Reykjavíkurflugvöll til að koma til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bæta jafnframt notagildi vallarins. Hún hefur þessa aðalkosti: 1. Í stað þess að aðalbraut flugvallarins sé núverandi norður-suður-braut með tilheyrandi ónæði fyrir byggð í Kvosinni og á Kársnesi, sem fluguferð hennar veldur, hyrfi slík flugumferð að mestu ef brautin yrði í burtu og austur-vestur-brautin lengd til vesturs. 2. Aðalbrautin verði í staðinn lengri austur-vestur-braut, sem lægi út í Skerjafjörð, en Suðurgatan sett undir hana og göngu/hjólastígur yrði svipaður og nú er við Nauthólsvík. Flugumferð um þessa braut yrði yfir sjó að vestanverðu en yfir Fossvogsdal að austuanverðu. 3. Af því að brautin yrði lengd til vesturs myndi flugtak til austurs verða mun öruggara en nú, flugvélar í flugtaki til austurs myndu fara mun fjær Öskjuhlíðinni og Háskóla Reykjavíkur á loft og ná meiri hæð yfir Hlíðarfótinn og Fossvogsdal. 4. Vandamálið vegna hækkandi skógar í Öskjuhlíðinni leystist sjálfkrafa. 5. Lenging austur-vestur-brautarinnar á sér litlar takmarkanir, gæti þess vegna orðið uppí meira en 2 kílómetra lengd með tilheyrandi hagræði fyrir völlinn sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll eða til notkunar fyrir takmarkað milliandaflug. 6. Með því að taka núverandi norður-suður-braut í burtu og gera aðra minni braut ca 1000-1200 m langa mitt á milli hennar og núverandi "litlubrautar", sem tekin yrði í burtu, er hægt að stækka íbúðabyggðina í Skerjafirði og losa rými fyrir byggð þar sem suðurendi núverandi norður-suður-brautar er nú. Skýli 3 myndi halda sér og þar rísa miðstöð Landhelgisgæslunnar en á núverandi lóð hennar koma byggð. (Norðurendi nýju brautarinnar er við austurendann á Skýli 4 og suðurendinn rétt austan við byggingar olíustöðvar Skeljungs. Bein lína frá henni til norðurs yfir Arnarhól og utan við Kársnesið.) 7. Flugumferð varðandi þessa braut lægi fyrir utan Kársnesið en ekki yfir það. 8. Ókostur núverandi norður-suður-brautar er sá, að hún gagnast ekki í hvassri suðvestanátt og stefna hennar er ekki nógu þvert á austur-vestur-brautina. En með því að gera nýja og styttri norður-suður-braut ca 1000-1200 m. langa og leggja núverandi "litlu braut" niður fæst fram braut með hagkvæmustu stefnu varðandi hvassar sunnan-suðvestanáttir. 9. Þessi braut yrði aðeins notuð þegar vindur er mikill og flugvélar myndu því fljúga að henni og frá henni mun brattar en ella. Galli við þessa nýju braut yrði sá að aðflugs- og fráflugsferill til norðurs lægi yfir Arnarhól og yrði flugferillin að vera með beygju til norðurs. Það er alveg framkvæmanlegt. Ekki yrði rými fyrir sérstakar akstursbrautir meðfram austur-vestur-brautinni. Einnig þyrfti að færa nokkur íbúðahús sem nú standa meðfram brautinni að norðanverðu svo að brautin stæðist kröfur um varaflugvöll fyrir millilandaflug. Það má setja það fram sem galla við þessa hugmynd að hún kosti peninga. En það má fara í þetta í áföngum og byrja á að lengja austur-vestur-brautina og taka hitt síðar. Aðalatriðið er að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum." Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort flugbrautinni verði lokað Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar þing kom saman að nýu í morgun eftir helgarleyfi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gengdi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráð hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkinguinni. 18. mars 2013 12:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Besta mögulega málamiðlun um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri yrði útilokuð, segir atvinnuflugmaðurinn Ómar Ragnarsson, um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja borginni hluta flugvallarins undir íbúabyggð. Ómar, sem er einn reyndasti flugmaður Íslendinga, varar við því í samtali við Stöð 2 að umrætt svæði verði tekið undir íbúabyggð þar sem með því yrði girt fyrir málamiðlun sem kæmi til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bætti jafnframt notagildi vallarins. Ómar segir að lenging austur-vestur-brautarinnar út í sjó, svo hún verði aðalbraut vallarins, geti ein og sér stórminnkað ónæði af flugvellinum.Svona gæti tillaga Ómars litið út. Styttri norður-suðurbraut með nýrri stefnu en austur-vesturbrautin lengd út í sjó yrði aðalflugbraut.Hann vill jafnframt að skoðað verði að leggja nýja en styttri norður-suður-braut, til að nota í hvössum norðan- og sunnanáttum, nokkurn veginn eins og hér er sýnt, með stefnu framhjá Kársnesinu til suðurs en til norðurs yfir Arnarhól. Þannig mætti leggja af bæði núverandi norður-suðurbraut og litlu brautina og losa mikið rými undir byggð en halda notagildi vallarins. Ómar segir aðalatriðið að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum. Ómar, sem staddur er erlendis þessa dagana, sendi fréttastofu nánari útskýringar þar sem hann segir meðal annars: "Ástæða þess hvað norður-suður-brautin er svona mikið notuð er aðallega sú að flugstjórar reyna yfirleitt að nota lengstu braut viðkomandi vallar. Ef þessu er breytt þannig að austur-vestur-brautin verði lengst verður hún sjálfkrafa langmest notuð auk þess sem hún liggur við algengastu vindáttum og hvassviðum svæðisins. Lenging austur-vestur-brautarinnar svo að hún verði aðalbraut vallarins er ein og sér sú breyting sem er til langmestra bóta fyrir notagildi flugvallarins og til að tryggja stórminnkað ónæði af honum, sama hvernig aðrar brautir vallarins liggja. Hugmyndina um lengingu austur-vestur-brautarinnar orðaði Agnar Koefoed-Hansen þáverandi flugmálastjóri, í Morgunblaðsviðtali 1956. Útfærsla mín er 50 ára gömul hugmynd um málamiðlun varðandi Reykjavíkurflugvöll til að koma til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bæta jafnframt notagildi vallarins. Hún hefur þessa aðalkosti: 1. Í stað þess að aðalbraut flugvallarins sé núverandi norður-suður-braut með tilheyrandi ónæði fyrir byggð í Kvosinni og á Kársnesi, sem fluguferð hennar veldur, hyrfi slík flugumferð að mestu ef brautin yrði í burtu og austur-vestur-brautin lengd til vesturs. 2. Aðalbrautin verði í staðinn lengri austur-vestur-braut, sem lægi út í Skerjafjörð, en Suðurgatan sett undir hana og göngu/hjólastígur yrði svipaður og nú er við Nauthólsvík. Flugumferð um þessa braut yrði yfir sjó að vestanverðu en yfir Fossvogsdal að austuanverðu. 3. Af því að brautin yrði lengd til vesturs myndi flugtak til austurs verða mun öruggara en nú, flugvélar í flugtaki til austurs myndu fara mun fjær Öskjuhlíðinni og Háskóla Reykjavíkur á loft og ná meiri hæð yfir Hlíðarfótinn og Fossvogsdal. 4. Vandamálið vegna hækkandi skógar í Öskjuhlíðinni leystist sjálfkrafa. 5. Lenging austur-vestur-brautarinnar á sér litlar takmarkanir, gæti þess vegna orðið uppí meira en 2 kílómetra lengd með tilheyrandi hagræði fyrir völlinn sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll eða til notkunar fyrir takmarkað milliandaflug. 6. Með því að taka núverandi norður-suður-braut í burtu og gera aðra minni braut ca 1000-1200 m langa mitt á milli hennar og núverandi "litlubrautar", sem tekin yrði í burtu, er hægt að stækka íbúðabyggðina í Skerjafirði og losa rými fyrir byggð þar sem suðurendi núverandi norður-suður-brautar er nú. Skýli 3 myndi halda sér og þar rísa miðstöð Landhelgisgæslunnar en á núverandi lóð hennar koma byggð. (Norðurendi nýju brautarinnar er við austurendann á Skýli 4 og suðurendinn rétt austan við byggingar olíustöðvar Skeljungs. Bein lína frá henni til norðurs yfir Arnarhól og utan við Kársnesið.) 7. Flugumferð varðandi þessa braut lægi fyrir utan Kársnesið en ekki yfir það. 8. Ókostur núverandi norður-suður-brautar er sá, að hún gagnast ekki í hvassri suðvestanátt og stefna hennar er ekki nógu þvert á austur-vestur-brautina. En með því að gera nýja og styttri norður-suður-braut ca 1000-1200 m. langa og leggja núverandi "litlu braut" niður fæst fram braut með hagkvæmustu stefnu varðandi hvassar sunnan-suðvestanáttir. 9. Þessi braut yrði aðeins notuð þegar vindur er mikill og flugvélar myndu því fljúga að henni og frá henni mun brattar en ella. Galli við þessa nýju braut yrði sá að aðflugs- og fráflugsferill til norðurs lægi yfir Arnarhól og yrði flugferillin að vera með beygju til norðurs. Það er alveg framkvæmanlegt. Ekki yrði rými fyrir sérstakar akstursbrautir meðfram austur-vestur-brautinni. Einnig þyrfti að færa nokkur íbúðahús sem nú standa meðfram brautinni að norðanverðu svo að brautin stæðist kröfur um varaflugvöll fyrir millilandaflug. Það má setja það fram sem galla við þessa hugmynd að hún kosti peninga. En það má fara í þetta í áföngum og byrja á að lengja austur-vestur-brautina og taka hitt síðar. Aðalatriðið er að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum."
Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort flugbrautinni verði lokað Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar þing kom saman að nýu í morgun eftir helgarleyfi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gengdi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráð hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkinguinni. 18. mars 2013 12:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Ekki ákveðið hvort flugbrautinni verði lokað Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar þing kom saman að nýu í morgun eftir helgarleyfi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gengdi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráð hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkinguinni. 18. mars 2013 12:41