Enski boltinn

Berlusconi: Ég tapaði HM því Balotelli var svo lélegur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli átti ekki góða leiki á HM.
Mario Balotelli átti ekki góða leiki á HM. vísir/getty
Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segist hafa orðið af 35 milljónum evra eða 5,5 milljörðum íslenskra króna vegna frammistöðu Mario Balotelli á HM.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Arsene Wenger, kanttspyrnustjóri Arsenal, hefði átt í viðræðum við Mino Raiola, umboðsmann Balotelli um kaup á framherjanum frá ítalska stórliðinu.

Nú er alls óvíst hvort Wenger kaupi Balotelli sem spilaði ekki vel á HM frekar en ítalska landsliðið sem féll úr leik í riðlakeppninni.

„Auk Ítalíu var það ég sem tapaði á HM. Ég var að fara að selja Balotelli til toppliðs á Englandi fyrir 35 milljónir evra en nú eru viðræður stopp. Hver vill kaupa hann núna eftir frammistöðuna á HM?“ hefur ítalska íþróttablaðið Gazzetta Dello Sport eftir Berlusconi.

Balotelli skoraði sigurmark Ítalíu gegn Englandi í fyrsta leik liðsins á HM en kom boltanum ekki í netið gegn Kostaríka og Úrúgvæ í hinum tveimur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×