Benedikt fær ekki nauðsynlega aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 12:15 Benedikt Hákon Bjarnason. vísir/stefán Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu Benedikts Hákonar Bjarnasonar, fjölfatlaðs manns. Benedikt hefur síðustu fjögur ár hefur barist fyrir nauðsynlegri aðstoð allan sólarhringinn með fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar en hefur ítrekað verið synjað og fór hann því með málið fyrir dómstóla. Kröfur hans voru tvíþættar, annars vegar að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á sólarhringsþjónustu á heimili hans og hins vegar kröfu um miskabætur, alls ein og hálf milljón. Það er í ljósi þess að aðstandendur Benedikts og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust á næturnar síðustu ár. Reykjavíkurborg hefur hingað til útvegað honum aðstoðarfólki í um 16-19 klukkustundir á sólarhring.Gæti orðið fyrir stórtjóni án eftirlits Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn.Sjá einnig: Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustuÞjónusta umfram hámarkið Þá segir í dómnum að þjónusta einstaklinga sé metin og reiknuð samkvæmt ákveðnum forsendum um kostnað. Það sé ákveðinn hámarkstími vegna hvers þjónustuþáttar. Samanlagður tímafjöldi vegna allra þjónustuþátta séu 392 klukkustundir á mánuði. Reykjavíkurborg kveðst hafa gert samning við Benedikt í mars 2013 þar sem miðað hafi verið við 588 klukkustunda þjónustu á mánuði – sem sé umfram 392 klukkustunda hámarkið. „Þessi niðurstaða hafi helgast af því að ljóst var að eldri samningur sem gerður hafi verið áður en stefndi tók við málefnum fatlaðra af ríkinu hafi ekki rúmast innan rammans sem settur hafi verið. Þar sem ekki hafi verið hægt að draga úr þeirri þjónustu sem stefndi naut hafi verið ákveðið að hafa tíma fleiri en verklag heimilaði,“ segir orðrétt í dómnum. Því breyti vottorð Elíasar Ólafssonar yfirlæknis engu. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Málinu var vísað frá dómi í gær. Málskostnaður féll niður og gjafsóknarkostnaður Benedikts verður greiddur úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu Benedikts Hákonar Bjarnasonar, fjölfatlaðs manns. Benedikt hefur síðustu fjögur ár hefur barist fyrir nauðsynlegri aðstoð allan sólarhringinn með fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar en hefur ítrekað verið synjað og fór hann því með málið fyrir dómstóla. Kröfur hans voru tvíþættar, annars vegar að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á sólarhringsþjónustu á heimili hans og hins vegar kröfu um miskabætur, alls ein og hálf milljón. Það er í ljósi þess að aðstandendur Benedikts og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust á næturnar síðustu ár. Reykjavíkurborg hefur hingað til útvegað honum aðstoðarfólki í um 16-19 klukkustundir á sólarhring.Gæti orðið fyrir stórtjóni án eftirlits Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn.Sjá einnig: Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustuÞjónusta umfram hámarkið Þá segir í dómnum að þjónusta einstaklinga sé metin og reiknuð samkvæmt ákveðnum forsendum um kostnað. Það sé ákveðinn hámarkstími vegna hvers þjónustuþáttar. Samanlagður tímafjöldi vegna allra þjónustuþátta séu 392 klukkustundir á mánuði. Reykjavíkurborg kveðst hafa gert samning við Benedikt í mars 2013 þar sem miðað hafi verið við 588 klukkustunda þjónustu á mánuði – sem sé umfram 392 klukkustunda hámarkið. „Þessi niðurstaða hafi helgast af því að ljóst var að eldri samningur sem gerður hafi verið áður en stefndi tók við málefnum fatlaðra af ríkinu hafi ekki rúmast innan rammans sem settur hafi verið. Þar sem ekki hafi verið hægt að draga úr þeirri þjónustu sem stefndi naut hafi verið ákveðið að hafa tíma fleiri en verklag heimilaði,“ segir orðrétt í dómnum. Því breyti vottorð Elíasar Ólafssonar yfirlæknis engu. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Málinu var vísað frá dómi í gær. Málskostnaður féll niður og gjafsóknarkostnaður Benedikts verður greiddur úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20