Belgískur læknir með rokkveislu á Gauknum 13. desember 2011 12:30 Til vara Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira