Erlent

Belgar fagna heimsmeti í stjórnleysi

Líkur eru á að endurtaka þurfi kosningar vegna erfiðleika við stjórnarmyndun. Fréttablaðið/APF
Líkur eru á að endurtaka þurfi kosningar vegna erfiðleika við stjórnarmyndun. Fréttablaðið/APF
Belgar hafa verið án ríkisstjórnar í 249 daga en í stað þess að örvænta tekur fólk því létt og fagnar heimsmeti í stjórnleysi. Síðan í kosningunum 13. júní síðastliðinn hefur hver flokkurinn á fætur öðrum skilað Alberti konungi umboði til stjórnarmyndunar.

Krafa Belga um heimsmet er vafasöm þar sem stjórnarmyndun í Írak tók 249 daga ásamt 40 dögum sem fóru í að fá samþykki. Það virtist þó skipta litlu máli í hátíðahöldum gærdagsins.

Í Ghent afklæddust 249 manns í tilefni þessara tímamóta var víða um land boðið upp á þjóðarrétt Belga, franskar kartöflur, sem skolað var niður með belgískum bjór. - kag



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×