Innlent

Bein útsending: Hvaða áhrif hefur mengunin frá Holuhrauni?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluverð mengun hefur borist frá Holuhrauni á undanförnum viku.
Töluverð mengun hefur borist frá Holuhrauni á undanförnum viku. Vísir/Egill
Nú klukkan 14:30 hefst fundur í móttökusal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, og stendur hann yfir í tvær klukkustundir en þar verður rætt um áhrif mengunar frá Holuhrauni.

Talið er að allt að 450 kg. af brennisteini streymi á hverri sekúndu frá eldstöðinni. Á fundinum munu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Embætti sóttvarnalæknis og Vinnueftirliti ríkisins fjalla um þessi mál.

Leitast verður við að svara spurningum um áhrif mengunarinnar á heilsufar, mælingar, spár og breytingar á veðurfari, vinnuverndarmörk og almennt um viðbrögð almennings og atvinnulífsins vegna mengunarinnar.

Fundinum verður streymt yfir netið þannig að þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með honum hér að neðan.

Uppfært klukkan 17:12

Fundinum er lokið. Þeir sem misstu af honum geta horft á endursýningu frá honum hér að neðan.


Broadcast live streaming video on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×