BBC biđst afsökunar á umdeildri fćrslu um guđlast

 
Erlent
21:22 18. MARS 2017
Frá kröfugöngu í Islamabad í vikunni ţar sem kallađ var eftir ţví ađ efni sem inniheldur guđlast verđi fjarlćgt af samfélagsmiđlum.
Frá kröfugöngu í Islamabad í vikunni ţar sem kallađ var eftir ţví ađ efni sem inniheldur guđlast verđi fjarlćgt af samfélagsmiđlum. VÍSIR/AFP

Breska ríkisútvarpið baðst í dag afsökunar á færslu á asískri samfélagsmiðlasíðu sinni þar sem lesendur voru spurðir hver þeim þætti „rétta refsingin“ við guðlasti eiga að vera.

Færslan átti að vekja athygli á þætti ríkisútvarpsins þar sem meðal annars var fjallað um stjórnvöld í Pakistan og viðhorf þeirra gagnvart guðlasti. Þar í landi getur dauðarefsing legið við guðlasti og Nawaz Sharíf forsætisráðherra hefur kallað eftir því að tekið verði harðar á því á samfélagsmiðlum.

Færsla breska ríkisútvarpsins hitti alls ekki í mark og var gagnrýnd af baráttumönnum fyrir auknum mannréttindum í Mið-Austurlöndum sem sögðu hana gefa í skyn að refsingar við guðlasti ættu einhvern tímann við.Í afsökunarbeiðni ríkisútvarpsins kom fram að spurningin hefði átt að vera ögrandi en að hún hefði ekki verið nógu vel orðuð.

Bretar felldu bann gegn guðlasti úr gildi árið 2009 og Íslendingar árið 2015. Einn núlifandi Íslendingur hefur hlotið dóm fyrir guðlast en það var Úlfar Þormóðsson, þáverandi ritstjóri tímaritsins Spegilsins, árið 1983.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / BBC biđst afsökunar á umdeildri fćrslu um guđlast
Fara efst