Fótbolti

Bayern baðst afsökunar fyrir mynd sem þótti minna á helförina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samsett mynd/Vísir
Bayern München baðst í gær formlega afsökunar á mynd sem birtist á Twitter-síðu félagsins fyrir leik liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum hafði lokið með 2-2 jafntefli en síðari leikurinn fór fram á Allianz-Arena, heimavelli Bayern, í gær. Þar bar Bayern sigur úr býtum.

Sjá einnig: Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik | Sjáðu mörkin

Umrædd mynd var af lestarteinum sem lágu að Allianz Arena með skiltinu sem á stóð „Qui è la fine“ - hér eru endalokin.

Netverjar bentu strax á að myndin þótti minna sterklega á útrýmingabúðirnar í Auschwitz þar sem meira en milljón gyðinga voru líflátnir í síðari heimsstyrjöldinni.

„Unga fólkið sem gerði þessa mynd hefur ekki hugmynd um sögu þýsku þjóðarinnar,“ sagði Markus Hörwick, yfirmaður fjölmiðladeildar Bayern.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×