Báru upp tillögu um nýjan landsfund Sveinn Arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hafin er umræða innan framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um hvort æskilegt sé að flýta landsfundi flokksins. Borin var upp tillaga á framkvæmdastjórnarfundi flokksins fyrir skömmu þess efnis að flýta landsfundi svo hægt verði að kjósa nýja forystu flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða var tekin um tillöguna en umræður urðu miklar um framhaldið og hvernig framkvæmdastjórn ætti að taka á málunum. Bentu fylgjendur Árna Páls Árnasonar, sitjandi formanns flokksins, á að lög Samfylkingarinnar sniðu flokknum þröngan stakk; ekki væri hægt að halda landsfund nema annað hvert ár og ef halda ætti aukalandsfund væri ekki hægt að kjósa nýja forystu á slíkum fundi.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Framkvæmdastjórn hefur opnað umræðu um næsta landsfund og hvenær hann verður haldinn. Síðasta landsfundarnefnd mótaði tillögu til nýrrar framkvæmdastjórnar um að umræða yrði haldin fyrr en síðar um þessi mál. Í samræmi við þær ákvarðanir munum við halda tvo stóra flokksstjórnarfundi næstkomandi haust þar sem þetta verður rætt,“ segir Sema Erla. Mikil ólga er enn innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í kosningu til formanns með aðeins einu atkvæði. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji sækja sér stærra umboð til að stýra skútunni en að lög flokksins hamli því að vilji hans verði að veruleika. Tókust á um formennsku Flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til formannsefna á síðasta landsfundi flokksins í Súlnasal Hótel Sögu í vor. Ekki er gróið um heilt í flokknum.„Það er alveg rétt að ákveðin öfl innan flokksins vilja nýjan landsfund þar sem flokkurinn í heild sinni getur valið sér nýja forystu. Hins vegar býr flokkurinn yfir sínum lögum og reglum og nú er vinna hafin við það að meta hvaða leiðir eru færar í stöðunni,“ segir Sema. „Ég á von á því að þessi mál sem og önnur verði rædd á næsta flokksstjórnarfundi í september.“ Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Hafin er umræða innan framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um hvort æskilegt sé að flýta landsfundi flokksins. Borin var upp tillaga á framkvæmdastjórnarfundi flokksins fyrir skömmu þess efnis að flýta landsfundi svo hægt verði að kjósa nýja forystu flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða var tekin um tillöguna en umræður urðu miklar um framhaldið og hvernig framkvæmdastjórn ætti að taka á málunum. Bentu fylgjendur Árna Páls Árnasonar, sitjandi formanns flokksins, á að lög Samfylkingarinnar sniðu flokknum þröngan stakk; ekki væri hægt að halda landsfund nema annað hvert ár og ef halda ætti aukalandsfund væri ekki hægt að kjósa nýja forystu á slíkum fundi.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Framkvæmdastjórn hefur opnað umræðu um næsta landsfund og hvenær hann verður haldinn. Síðasta landsfundarnefnd mótaði tillögu til nýrrar framkvæmdastjórnar um að umræða yrði haldin fyrr en síðar um þessi mál. Í samræmi við þær ákvarðanir munum við halda tvo stóra flokksstjórnarfundi næstkomandi haust þar sem þetta verður rætt,“ segir Sema Erla. Mikil ólga er enn innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í kosningu til formanns með aðeins einu atkvæði. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji sækja sér stærra umboð til að stýra skútunni en að lög flokksins hamli því að vilji hans verði að veruleika. Tókust á um formennsku Flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til formannsefna á síðasta landsfundi flokksins í Súlnasal Hótel Sögu í vor. Ekki er gróið um heilt í flokknum.„Það er alveg rétt að ákveðin öfl innan flokksins vilja nýjan landsfund þar sem flokkurinn í heild sinni getur valið sér nýja forystu. Hins vegar býr flokkurinn yfir sínum lögum og reglum og nú er vinna hafin við það að meta hvaða leiðir eru færar í stöðunni,“ segir Sema. „Ég á von á því að þessi mál sem og önnur verði rædd á næsta flokksstjórnarfundi í september.“
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira