Viðskipti erlent

Barbie selst illa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Barbie hefur ekki notið vinsælda síðustu ár.
Barbie hefur ekki notið vinsælda síðustu ár. vísir/afp
Sala á Barbie-dúkkum dróst saman um fimmtán prósent á alþjóðlegum markaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Heildarsala leikfangafyrirtækisins Mattel, sem framleiðir dúkkurnar, dróst saman um níu prósent á sama tíma og lækkuðu tekjur fyrirtækisins um 61 prósent.

Sala á Barbie hefur nú minnkað um meira en tíu prósent síðustu fjóra af fimm ársfjórðungum um heim allan. Ef aðeins er horft til Norður-Ameríku, þar sem Barbie var búin til fyrir 55 árum, hefur salan minnkað um yfir tíu prósent síðustu átta ársfjórðunga í röð.

Það virðist því vera að vinsældir Barbie hafi runnið sitt skeið en sala á öðrum dúkkum Mattel, svo sem Monster High, hefur verið góð síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×