Erlent

Bannað að hlæja að þessu myndbandi

Óli Tynes skrifar

Farþegaskipið Pacific Sun fékk á sig hnút á dögunum þar sem það var á siglingu um 400 mílur undan strönd Nýja Sjálands.

Á öryggismyndavélum má sjá hvernig farþegar og húsgögn þeyttust í allar áttir. Engum varð þó meint af og skemmdir urðu litlar.

Bannað er að hlæja að óförum fólksins á myndbandinu sem fylgir þessari frétt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×