Erlent

Bann við hjónaböndum samkynhneigðra fellt úr gildi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur fellt niður banni Virginíuríkis í Bandaríkjunum gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Þetta er annar dómstóllinn sem úrskurðar í þágu réttinda samkynhneigðra.

Þrír dómarar tóku áfrýjunina til skoðunar og voru tveir þeirra á þeirri skoðun að bannið væri ekki löglegt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.

„Að neyta samkynhneigðum um þennan möguleika kemur í veg fyrir að þeir geti tekið fullan þátt í samfélaginu og það er nákvæmlega sú tegund mismununar sem fjórtándi liður stjórnarskrárinnar á að koma í veg fyrir,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafði annar dómstóll fellt úr gildi álíka bann í Utah og Oklahoma í júní. Samkynhneigðum er leyfilegt að giftast í 19 af 50 ríkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×