Innlent

Bankamaður sem var sakaður um áreiti hættur

Arion Banki.
Arion Banki.
Maðurinn, sem var sakaður um að beita konur kynferðislega áreitni í Arion banka, hefur sagt upp störfum samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Það var í október sem Pressan greindi frá því að fjórar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsmannsins. Þær nýttu hinsvegar ekki boðleiðir bankans til þess að tilkynna um áreitið.

Maðurinn fór í fyrstu í leyfi eftir að ásakanirnar birtust á Pressunni en hefur nú, eins og fyrr segir, sagt upp störfum.

Arion banki fékk utanaðkomandi aðila til þess að skoða málið á sínum tíma en þeirri skoðun er sjálfhætt án þess að formleg kæra hafi verið lögð fram.

Bankinn hefur hinsvegar treyst boðleiðir innan fyrirtækisins í þessum efnum þannig þeir, sem telja á sér brotið, eigi hægara um vik um að kvarta undan kynferðislegri  áreitni á vinnustað.


Tengdar fréttir

Yfirmaður í Arion sakaður um kynferðislega áreitni

"Bankinn lítur mál af þessum toga mjög alvarlegum augum,“ segir upplýsingafulltrúi Arion Banka, Haraldur Guðni Eiðsson, en þar hefur starfsmaður bankans farið í leyfi á meðan ásakanir á hendur honum um kynferðisáreitni á vinnustað eru skoðuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×