Erlent

Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af sjóliðunum.
Mynd af sjóliðunum. Vísir/AFP
Íranski herinn hefur sleppt tíu bandarískum sjóliðum sem voru teknir höndum eftir að tveimur bandarískum eftirlitsbátum rak inn í íranska lögsögu í Persaflóa í gærdag.

Í yfirlýsingu frá Íransher segir að hermönnunum hafi verið sleppt eftir að bandarísk yfirvöld báðust afsökunar á málinu. Hafi rannsókn Írana leitt í ljós að bátarnir hafi ekki verið siglt vísvitandi inn í íranska lögsögu. BBC greinir frá.

Talsmaður Bandaríkjahers hafði áður sagt að bátarnir hafi bilað og svo rekið á land.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði samband við íranskan starfsbróður sinn, Javad Zarif, fljótlega eftir að málið kom upp.

Íranir og Vesturveldin náðu samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írans í sumar og hefur því nokkuð dregið úr spennu þeirra í millum að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×