Erlent

Bandarískir hermenn drápu tvo saklausa gísla

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, telur bandarísku þjóðina eiga rétt á að vita af svona málum.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, telur bandarísku þjóðina eiga rétt á að vita af svona málum. V'isir/Getty
Barátta Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum dró tvo saklausa gísla til dauða í janúar. Aðgerðin var hluti af yfirstandandi baráttu Bandaríkjanna gegn al Qaeda.

CNN greinir frá því að gíslarnir hafi látist þegar dróni frá Bandaríkjunum skaut á búðir al Qaeda. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Sagðist hann taka fulla ábyrgð á atburðunum og baðst afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar.

Í aðgerðinni dó einnig leiðtogi al Qaeda, Ahmed Farouq, amerískur borgari. Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðust ekki hafa haft neina ástæðu til þess að ætla að gíslarnir væru staðsettir í búðunum sem þeir miðuðu á.

Mennirnir sem létust í árásinni hétu Warren Weinstein og Giovanni Lo Porto. Weinstein var amerískur verktaki sem hafði verið í haldi al Qaeda síðan í ágúst árið 2011. Lo Porto var Ítali sem hafði verið í haldi samtakanna síðan árið 2012.

Trúnaður ríkti um upplýsingarnar þangað til í dag. Obama sagðist trúa því „að það sé mikilvægt að veita Bandaríkjamönnum eins miklar upplýsingar og hægt er um aðgerðir okkar gegn hryðjuverkum, sérstaklega þegar þær aðgerðir valda dauða samborgara okkar.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×