Erlent

Ban Ki-moon fer til Vestur-Afríku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun halda til Vestur-Afríku í kvöld og heimsækja þær þjóðir sem verst hafa orðið úti í ebólu-faraldrinum sem þar hefur geisað síðustu misseri.

Ban mun fara til Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu, auk Malí. Þá mun hann heimsækja Gana þar sem samhæfingarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í baráttunni við ebólu er staðsett.

Ban sagðist á blaðamannafundi vilja sýna samstöðu með þjóðum í Vestur-Afríku og sjá sjálfur hvernig baráttan við sjúkdóminn gengi. Þá vill hann jafnframt undirstrika að baráttunni er ekki lokið; enn vantar bæði heilbrigðisstarfsfólk og fjármuni svo ráða megi endanlega að niðurlögum sjúkdómsins.

18.500 manns hafa greinst með ebólu, aðallega í Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. Meira en 6.800 hafa látist úr sjúkdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×