Bakki við Húsavík varð fyrir valinu 1. mars 2006 15:00 Bandaríska álfyrirtækið Alcoa og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. Samningurinn fylgir í kjölfar þeirrar ákvörðunar Alcoa að velja Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers eftir samanburðarrannsóknir milli þeirra staða sem komu til greina á Norðurlandi. Aðrir staðir sem einnig voru skoðaðir gaumgæfilega voru Brimnes í Skagafirði og Dysnes í Eyjafirði. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil samanburðarrannsókn hefur verið gerð fyrir opnum tjöldum hérlendis í aðdraganda staðarvals fyrir stóriðju. Ráðgjafanefnd um staðarval var skipuð fulltrúum sveitarfélaganna þriggja sem valið stóð um, Invest in Iceland-skrifstofunnar og Alcoa. Nefndin leitaði álits sérfræðinga og lagði jafnframt til grundvallar endanlegu staðarvali mat á efnahags-, samfélags- og umhverfisþáttum. Við ákvörðunina var horft til jarðfræði og vistfræði umræddra svæða, landfræðilegra aðstæðna, hugsanlegra fornleifa, veðurfars, siglingarleiða og hafnaraðstæðna svo og orkuframleiðslu, orkuflutnings og almennra samgangna. Ennfremur var lagt mat á samfélagsleg og efnahagsleg áhrif, svo sem íbúasamsetningu viðkomandi sveitarfélaga, vinnumarkað og áhuga íbúa á hugsanlegum framkvæmdum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í New York í dag, að staðarvalið væri mikilvægur áfangi í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa Corporation, sagði forsvarsmenn fyrirtækisins stolta af því að hafa verið fyrsti valkostur íslenskra stjórnvalda þegar kom að því að velja samstarfsaðila við undirbúningsrannsóknir fyrir nýtt, hugsanlegt álver á Norðurlandi. Hann sagði enn ekki hafa verið tekna ákvörðun um byggingu álvers en þetta gæti hugsanlega orðið fyrsta álverið í heiminum sem knúið er rafmagni framleiddu með jarðvarmaorku. Fréttir Innlent Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. Samningurinn fylgir í kjölfar þeirrar ákvörðunar Alcoa að velja Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers eftir samanburðarrannsóknir milli þeirra staða sem komu til greina á Norðurlandi. Aðrir staðir sem einnig voru skoðaðir gaumgæfilega voru Brimnes í Skagafirði og Dysnes í Eyjafirði. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil samanburðarrannsókn hefur verið gerð fyrir opnum tjöldum hérlendis í aðdraganda staðarvals fyrir stóriðju. Ráðgjafanefnd um staðarval var skipuð fulltrúum sveitarfélaganna þriggja sem valið stóð um, Invest in Iceland-skrifstofunnar og Alcoa. Nefndin leitaði álits sérfræðinga og lagði jafnframt til grundvallar endanlegu staðarvali mat á efnahags-, samfélags- og umhverfisþáttum. Við ákvörðunina var horft til jarðfræði og vistfræði umræddra svæða, landfræðilegra aðstæðna, hugsanlegra fornleifa, veðurfars, siglingarleiða og hafnaraðstæðna svo og orkuframleiðslu, orkuflutnings og almennra samgangna. Ennfremur var lagt mat á samfélagsleg og efnahagsleg áhrif, svo sem íbúasamsetningu viðkomandi sveitarfélaga, vinnumarkað og áhuga íbúa á hugsanlegum framkvæmdum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í New York í dag, að staðarvalið væri mikilvægur áfangi í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa Corporation, sagði forsvarsmenn fyrirtækisins stolta af því að hafa verið fyrsti valkostur íslenskra stjórnvalda þegar kom að því að velja samstarfsaðila við undirbúningsrannsóknir fyrir nýtt, hugsanlegt álver á Norðurlandi. Hann sagði enn ekki hafa verið tekna ákvörðun um byggingu álvers en þetta gæti hugsanlega orðið fyrsta álverið í heiminum sem knúið er rafmagni framleiddu með jarðvarmaorku.
Fréttir Innlent Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira