Enski boltinn

Bailly búinn í læknisskoðun hjá United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Bailly mætti Liverpool í Evrópudeildinni í vetur.
Eric Bailly mætti Liverpool í Evrópudeildinni í vetur. vísir/getty
Miðvörðurinn Eric Bailly stóðst læknisskoðun hjá Manchester United og færist nú óðfluga nær því að verða fyrstu kaup José Mourinho sem knattspyrnustjóri félagsins.

Þetta hefur Sky Sports samkvæmt heimildum en United hafði betur gegn Manchester City, Barcelona og PSG í baráttunni um miðvörðinn unga sem er 22 ára gamall.

Bailly, sem er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, kostar Manchester United um 30 milljónir punda en hann kemur til Englands frá Villareal þar sem hann heillaði mikið á síðustu leiktíð.

Bailly kom til Villareal frá Espanyol í janúar 2015 og á fjórtán landsleiki að baki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×