Bættu hámarkinu aftur inn eftir athugasemdir tollstjóra Þorgils Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Rauða eða græna hliðið? Eftir að ný tollalög taka gildi um næstu mánaðamót verður leyfilegt að taka með sér að utan tollfrjálsan varning að upphæð 88.000 krónur, en hver hlutur má ekki kosta meira en 44.000. FRéttablaðið/Anton Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira