Bæring Ólafsson býður sig fram til forseta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2016 10:18 Bæring Ólafsson. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. Hann er frá Patreksfirði og er fæddur árið 1955. Samkvæmt tilkynningu telur Bæring að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varði hagsmuni þjóðarinnar. „Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að Bæring hefur unnið sig til æðstu metorða í starfi á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu á síðustu 25 árum. Hann hafi víðtæka reynslu á stórum markaðssvæðum og verið ábyrgur fyrir fyrirtækjum með allt að 17 þúsund manns í vinnu og með árlega veltu frá 150 til 450 milljörðum króna. „Bæring telur að reynsla sín, þekking og kraftur, jafnt af erlendum og innlendum vettvangi, muni koma að góðu gagni fyrir þjóðina. Honum finnst þjóðin þurfa á að halda sterkum og reyndum leiðtoga sem er heiðarlegur, hæfur, traustur og óháður. Hann mun kappkosta að hlusta ætíð á þjóðina og hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi.“ Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann m.a. við sjómennsku, í byggingaiðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra og á sex börn og sex barnabörn. Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. Hann er frá Patreksfirði og er fæddur árið 1955. Samkvæmt tilkynningu telur Bæring að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varði hagsmuni þjóðarinnar. „Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að Bæring hefur unnið sig til æðstu metorða í starfi á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu á síðustu 25 árum. Hann hafi víðtæka reynslu á stórum markaðssvæðum og verið ábyrgur fyrir fyrirtækjum með allt að 17 þúsund manns í vinnu og með árlega veltu frá 150 til 450 milljörðum króna. „Bæring telur að reynsla sín, þekking og kraftur, jafnt af erlendum og innlendum vettvangi, muni koma að góðu gagni fyrir þjóðina. Honum finnst þjóðin þurfa á að halda sterkum og reyndum leiðtoga sem er heiðarlegur, hæfur, traustur og óháður. Hann mun kappkosta að hlusta ætíð á þjóðina og hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi.“ Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann m.a. við sjómennsku, í byggingaiðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra og á sex börn og sex barnabörn.
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira