Bæring Ólafsson býður sig fram til forseta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2016 10:18 Bæring Ólafsson. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. Hann er frá Patreksfirði og er fæddur árið 1955. Samkvæmt tilkynningu telur Bæring að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varði hagsmuni þjóðarinnar. „Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að Bæring hefur unnið sig til æðstu metorða í starfi á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu á síðustu 25 árum. Hann hafi víðtæka reynslu á stórum markaðssvæðum og verið ábyrgur fyrir fyrirtækjum með allt að 17 þúsund manns í vinnu og með árlega veltu frá 150 til 450 milljörðum króna. „Bæring telur að reynsla sín, þekking og kraftur, jafnt af erlendum og innlendum vettvangi, muni koma að góðu gagni fyrir þjóðina. Honum finnst þjóðin þurfa á að halda sterkum og reyndum leiðtoga sem er heiðarlegur, hæfur, traustur og óháður. Hann mun kappkosta að hlusta ætíð á þjóðina og hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi.“ Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann m.a. við sjómennsku, í byggingaiðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra og á sex börn og sex barnabörn. Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. Hann er frá Patreksfirði og er fæddur árið 1955. Samkvæmt tilkynningu telur Bæring að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varði hagsmuni þjóðarinnar. „Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að Bæring hefur unnið sig til æðstu metorða í starfi á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu á síðustu 25 árum. Hann hafi víðtæka reynslu á stórum markaðssvæðum og verið ábyrgur fyrir fyrirtækjum með allt að 17 þúsund manns í vinnu og með árlega veltu frá 150 til 450 milljörðum króna. „Bæring telur að reynsla sín, þekking og kraftur, jafnt af erlendum og innlendum vettvangi, muni koma að góðu gagni fyrir þjóðina. Honum finnst þjóðin þurfa á að halda sterkum og reyndum leiðtoga sem er heiðarlegur, hæfur, traustur og óháður. Hann mun kappkosta að hlusta ætíð á þjóðina og hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi.“ Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann m.a. við sjómennsku, í byggingaiðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra og á sex börn og sex barnabörn.
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira