Innlent

Bændur vilja leyfi til að skjóta gæsirnar

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Gæsir valda tjóni í túnum bænda á vorin.
Gæsir valda tjóni í túnum bænda á vorin.
Ágangur gæsa og álfta í túni bænda er orðinn svo mikill að hann veldur stórtjóni.

Samkvæmt Eiríki Blöndal, framkvæmdastjóra bændasamtakanna, vilja einhverjir bændur fá leyfi til að skjóta fuglinn, en það hefur ekki fengist.

Hann bendir á að mikilvægt sé að að bændur skrái það tjón sem verður á löndum þeirra svo að úrræði finnist.

Annað ráð sem Eiríkur bendir á að hafi gefist vel annarsstaðar er að rækta sérstaka akra fyrir fuglana.

Bændur eru í góðu sambandi við umhverfisráðuneytið og bjartsýnir að lausn finnist við vandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×