Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2014 16:09 Erna Bjarnadóttir spyr hvort félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, séu búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? "Í Noregi, eru stór samtök, "Nei til EU“, og bændastamtökin þar eru stuðningssamtökin við þau.“ Bændasamtök Íslands lánuðu Heimssýn, hreyfingu sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, húsgögn í nýtt húsnæði samtakanna á dögunum. Eyjan greinir frá þessu en að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar gjaldkera framkvæmdastjórnar Heimssýnar eru m að ræða á þriðja tug stóla, nokkur borð og að minnsta kosti einn skáp. „Að sögn Þorleifs voru Bændasamtökin ekki tilbúin til að gefa húsgögnin en féllust á að lána þau.“ Þá kemur jafnframt fram í frétt Eyjunnar að sterk tengsl séu milli Heimssýnar og Bændasamtakanna sem í fyrra styrkti Heimsýn um 650 þúsund krónur. Í samtali við Vísi segir Helgi Hjörvar alþingismaður Samfylkingar þetta afar óeðlilegt. „Mér finnst fullkomlega óeðlilegt að aðilar sem njóta jafn ríkulegs stuðnings, bæði njóta Bændasamtökin stuðnings ríkissjóðs og síðan atvinnugreinin í heild, að slíkir aðilar séu að styðja sérstaklega annan aðilann í jafn umdeildu máli. Auðvitað er ekkert sem mælir gegn því að einstaklingar úr röðum bænda styðji Heimsýn, ef þeir eru þar félagar, en að heildarsamtök greinarinnar gera það hlýtur að vekja spurningar.“Erna Bjarnadóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna en hún er einnig í stjórn Heimssýnar. Hún tók spurningum blaðamanns Vísis fremur óstinnt upp þegar frétt Eyjunnar var nefnd. „Hvernig nennirðu að taka upp símann? Hver er fréttin? Hvað er fréttnæmt við þetta? Að húsgögn sem þurfa annars að vera í geymslu séu lánuð?“En, er við hæfi að Bændasamtökin styrki pólitísk samtök á borð við Heimssýn? „Fyrirgefðu, eru félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? Í Noregi, eru stór samtök, „Nei til EU“, og bændastamtökin þar eru stuðningssamtökin við þau. Hverjir styðja Já, Ísland? Hefurðu þú spurt þá að því hverjir leggja þeim til peninga? Ég er að spyrja þig fyrst þú ert að hringja hingað með þessar spurningar. Hvernig væri að þú fjallaðir um það hverjir styrkja samtökin „Já, Ísland“? Heldurðu að þau séu bara rekin fyrir vatn og súrefni? Viltu nú ekki hringja í þau?“Já, það má vel vera að ég geri það. En, varðandi spurninguna... „Það er mjög einhliða að það sé frétt að Bændasamtökin láni húsgögn. Það er ekki einu sinni verið að fjármagna samtökin heldur lána húsgögn sem væru annars í geymslu. Við höfum skoðanafrelsi og megum styrkja þá sem okkur sýnist. Hver er fréttin? Þetta tíðkast í öllum lýðræðisþjóðfélögum. Er Noregur eitthvað minna lýðræðisþjóðfélag en Ísland? Viltu þá ekki setja það í samhengi við fréttina sem þú ert að skrifa,“ sagði Erna. Hún tekur jafnframt fram að hún sjálf hafi engar ákvarðanir tekið um að lána húsgögn né fjármagn. Það er félagsleg ákvörðun sem tekin er á Búnaðarþingi eða í stjórn samtakanna. „Ég tek þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, í mínum frítíma, og ég er í kvennakór og hestamannafélagi og stjórn ýnar. Ég er bara að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Erna Bjarnadóttir. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Bændasamtök Íslands lánuðu Heimssýn, hreyfingu sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, húsgögn í nýtt húsnæði samtakanna á dögunum. Eyjan greinir frá þessu en að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar gjaldkera framkvæmdastjórnar Heimssýnar eru m að ræða á þriðja tug stóla, nokkur borð og að minnsta kosti einn skáp. „Að sögn Þorleifs voru Bændasamtökin ekki tilbúin til að gefa húsgögnin en féllust á að lána þau.“ Þá kemur jafnframt fram í frétt Eyjunnar að sterk tengsl séu milli Heimssýnar og Bændasamtakanna sem í fyrra styrkti Heimsýn um 650 þúsund krónur. Í samtali við Vísi segir Helgi Hjörvar alþingismaður Samfylkingar þetta afar óeðlilegt. „Mér finnst fullkomlega óeðlilegt að aðilar sem njóta jafn ríkulegs stuðnings, bæði njóta Bændasamtökin stuðnings ríkissjóðs og síðan atvinnugreinin í heild, að slíkir aðilar séu að styðja sérstaklega annan aðilann í jafn umdeildu máli. Auðvitað er ekkert sem mælir gegn því að einstaklingar úr röðum bænda styðji Heimsýn, ef þeir eru þar félagar, en að heildarsamtök greinarinnar gera það hlýtur að vekja spurningar.“Erna Bjarnadóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna en hún er einnig í stjórn Heimssýnar. Hún tók spurningum blaðamanns Vísis fremur óstinnt upp þegar frétt Eyjunnar var nefnd. „Hvernig nennirðu að taka upp símann? Hver er fréttin? Hvað er fréttnæmt við þetta? Að húsgögn sem þurfa annars að vera í geymslu séu lánuð?“En, er við hæfi að Bændasamtökin styrki pólitísk samtök á borð við Heimssýn? „Fyrirgefðu, eru félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? Í Noregi, eru stór samtök, „Nei til EU“, og bændastamtökin þar eru stuðningssamtökin við þau. Hverjir styðja Já, Ísland? Hefurðu þú spurt þá að því hverjir leggja þeim til peninga? Ég er að spyrja þig fyrst þú ert að hringja hingað með þessar spurningar. Hvernig væri að þú fjallaðir um það hverjir styrkja samtökin „Já, Ísland“? Heldurðu að þau séu bara rekin fyrir vatn og súrefni? Viltu nú ekki hringja í þau?“Já, það má vel vera að ég geri það. En, varðandi spurninguna... „Það er mjög einhliða að það sé frétt að Bændasamtökin láni húsgögn. Það er ekki einu sinni verið að fjármagna samtökin heldur lána húsgögn sem væru annars í geymslu. Við höfum skoðanafrelsi og megum styrkja þá sem okkur sýnist. Hver er fréttin? Þetta tíðkast í öllum lýðræðisþjóðfélögum. Er Noregur eitthvað minna lýðræðisþjóðfélag en Ísland? Viltu þá ekki setja það í samhengi við fréttina sem þú ert að skrifa,“ sagði Erna. Hún tekur jafnframt fram að hún sjálf hafi engar ákvarðanir tekið um að lána húsgögn né fjármagn. Það er félagsleg ákvörðun sem tekin er á Búnaðarþingi eða í stjórn samtakanna. „Ég tek þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, í mínum frítíma, og ég er í kvennakór og hestamannafélagi og stjórn ýnar. Ég er bara að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Erna Bjarnadóttir.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira