Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 16:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira