Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 16:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“ Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira