MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Bćjarstjóri segir tímaspursmál hvenćr banaslys verđur á hćttulegum gatnamótum í Hafnarfirđi

 
Innlent
20:41 13. FEBRÚAR 2016

Það er tímaspursmál hvenær banaslys verður á gatnamótum Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar, segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann hefur lengi varað við þessum gatnamótum en talað fyrir daufum eyrum. Alvarlegt slys varð þar í vikunni. Ásgeir Erlendsson.

Íbúar Vallahverfissins í Hafnarfirði eru tæplega 5000 og að auki hafa ýmis fyrirtæki umtalsverða starfsemi á svæðinu. Haraldur L. Haraldsson hefur ítrekað bent stjórnvöldum á hættuna sem af gatnamótunum getur skapast enda mikill umferðarþungi og hraði á Reykjanesbrautinni. Hann hefur þrívegis farið á fund innanríkisráðherra og krafist úrbóta.

„Eins og gatnamótin eru núna þá held ég að sé stórhætta á slysi. Líka er aðkoman í hverfinu stórhættuleg, líka töf fyrir slökkvilið og svo framvegis. Þetta er stórhættulegt og við gerum þá kröfu að framkvæmdir hefjist við þess gatnamót núna á þessu ári,“ segir Haraldur.

Í vikunni varð alvarlegt umferðaslys en Haraldur segir bæjaryfirvöld lengi reynt að flýta fyrir úrbótum til að koma í veg fyrir slík slys. Í svari sem bæjarstjórnin fékk frá Vegagerðinni segir að endurskoðun samgönguáætlunar fyrir árið 2016 standi yfir og ólíklegt þyki að fjárveiting fáist í verkefnið fyrr en árið 2018 en það er allt of seint að mati Haraldar.

„Það er ekki til umræðu og að sjálfsögðu er það ekki Vegagerðin sem tekur ákvörðun um fjármagn heldur þingmennirnir okkar og við gerum kröfu til þingmanna þessa kjördæmis að þeir sjái til þess að framkvæmdir hefjist hér á þessu ári.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Bćjarstjóri segir tímaspursmál hvenćr banaslys verđur á hćttulegum gatnamótum í Hafnarfirđi
Fara efst