Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira