Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. júlí 2015 10:00 Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira