Erlent

Bað forsetann um að leyfa sér að deyja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Valentina með forsetanum, Michelle Bachelet, á sjúkrahúsinu.
Valentina með forsetanum, Michelle Bachelet, á sjúkrahúsinu. Vísir/AP
Valentina Maureira, 14 ára gömul stúlka frá Chile, birti myndband á netinu þar sem hún bað forseta landsins, Michelle Bachelet, um að leyfa sér að deyja.

Valentina þjáist af ólæknandi sjúkdómi sem er arfgengur en eldri bróðir hennar lést úr sjúkdómnum þegar hann var sex ára gamall. Sjúkdómurinn lýsir sér einkum í alvarlegri truflun á starfsemi lungna og meltingarfæra og oft eiga sjúklingar erfitt með andardrátt.

Valentina bað um að fá að hitta forsetann því hún sagðist vera þreytt á því að lifa með sjúkdómnum og fór það svo að Bachelet heimsótti stúlkuna á sjúkrahúsið.

Talsmaður forsetans sagði að ekki væri hægt að verða við ósk Valentinu um að deyja þar sem líknardauði er ólöglegur í Chile. Ríkið myndi hins vegar borga sálfræðimeðferð fyrir hana.

Þúsundir hafa horft á myndband Valentinu og hefur ósk hennar orðið kveikjan að umræðu í Chile um hvort leyfa eigi líknardauða. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×