ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 12:01

Sópar náttúrverndarlögum Obama undir teppiđ

FRÉTTIR

Austurríkismenn stefna ađ ţví ađ vísa 50 ţúsund hćlisleitendum úr landi

 
Erlent
23:30 30. JANÚAR 2016
Á síđasta ári komu um 90 ţúsund hćlisleitendur til Austurríkis, flestir međ ţví ađ halda yfir landamćrin frá Slóveníu.
Á síđasta ári komu um 90 ţúsund hćlisleitendur til Austurríkis, flestir međ ţví ađ halda yfir landamćrin frá Slóveníu. VÍSIR/AFP

Stjórnvöld í Austurríki eru á góðri leið með að samþykkja hertar reglur um flóttamenn og er reiknað með að 50 þúsund hælisleitendum sem hafa fengið synjun um hæli, verði vísað úr landi á næstu þremur árum.

Austurrískir miðlar greindu í dag frá nýrri áætlun stjórnvalda þar í landi sem felur meðal annars í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr.

Í frétt DR kemur fram að hælisleitendur sem hafa fengið synjun fái nú 370 evrur, um 52 þúsund krónur, þegar þeir yfirgefa landið, en samkvæmt áætluninni stendur til að hækka upphæðina í 500 evrur, samþykki hælisleitandi að flýta brottför sinni.

Greint er frá fyrirhuguðum aðgerðum Austurríkisstjórnar á sama tíma og stjórnvöld víða annars staðar í álfunni hafa hert lög og reglur í þeim tilgangi að draga úr fjölda hælisleitenda. Þannig greindu sænsk stjórnvöld frá því fyrr í vikunni að búist sé við að um 80 þúsund hælisleitendum verði vísað úr landi á næstu árum.

Stjórnvöld í Vínarborg greindu frá því fyrr á árinu að markmiðið væri að fækka hælisleitendum í 37 þúsund, en á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu.

Innanríkisráðherrann Johanna Mikl-Leitner bendir á að Austurríki sé nú þegar eitt þeirra landa sem vísi flestum hælisleitendum úr landi. Stjórnin vilji hins vegar hraða málsmeðferð hælisleitenda og snúa við þróuninni.

Austurríkisstjórn hyggst jafnframt fjölga á lista yfir þau ríki sem talin eru örugg og er búist við að Marokkó, Alsír, Túnis, Gana, Georgíu og Mongólíu verði bætt á listann innan skamms.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Austurríkismenn stefna ađ ţví ađ vísa 50 ţúsund hćlisleitendum úr landi
Fara efst