Austfirðingar argir: „Ég vil örvhentan veðurfræðing“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2016 13:18 Hvernig viðrar fyrir austan? Skjáskot Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan. Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan.
Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira