Aukinn áhugi sjálfboðaliða á Íslandi ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 09:30 Sjálfboðaliðar Seeds hreinsa brak og rusl við fjöruborðið í Patreksfirði. mynd/seeds „Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent