Aukinn áhugi sjálfboðaliða á Íslandi ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 09:30 Sjálfboðaliðar Seeds hreinsa brak og rusl við fjöruborðið í Patreksfirði. mynd/seeds „Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent