Aukið eftirlit vegna vinnumansals Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 21:18 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki koma á óvart að flestir þeirra tuttugu sem höfðu stöðu þolenda mansals á Íslandi á árinu séu verkamenn. Mikil umfram eftirspurn sé eftir vinnuafli í mannvirkjagreinum. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, greindi frá því í Fréttablaðinu í dag að sumir verkamanna hafi ekki fengið laun, vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim og þeir greint frá ótta um aðstæður sínar. „Þetta kemur mér ekki mikið á óvart,“ segir Gissur. „Þegar það verður gífurlega mikil umfram eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega í þessum mannvirkjagreinum, karlagreinum, þá er erfitt að henda reiður á öllu því sem fer fram. Þetta er því miður partur af slíkri þróun. Það er einbeittur vilji margra að brjóta lög og reglur og það er greinilega verið að gera.“ Sérstakt mansalsteymi verður stofnað innan lögreglu. Gissur segir að aukin þörf sé á auknu eftirliti og heimsóknum á vinnustaði. „Aukið eftirlit er fyrsta svarið. Það er ekkert óeðlilegt að þessi mál skuli bera upp hjá lögreglunni. Hún er sú sem er mest á vettvangi, fyrir utan kannski vinnueftirlitið og sérstakar sendinefndir á vegum stéttarfélaganna. En það væri auðvitað það sem er mikilvægast. Það er ekkert annað en heimsóknir á vinnustaðina sem gilda til að ganga úr skugga um að það sé verið að borga laun, sem viðkomandi upplýsir okkur um að hann ætli að gera. Það fáum við oft ekki fram nema með beinu samtali og hreinlega hálfgerðum yfirheyrslum.“ Mansal í Vík Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki koma á óvart að flestir þeirra tuttugu sem höfðu stöðu þolenda mansals á Íslandi á árinu séu verkamenn. Mikil umfram eftirspurn sé eftir vinnuafli í mannvirkjagreinum. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, greindi frá því í Fréttablaðinu í dag að sumir verkamanna hafi ekki fengið laun, vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim og þeir greint frá ótta um aðstæður sínar. „Þetta kemur mér ekki mikið á óvart,“ segir Gissur. „Þegar það verður gífurlega mikil umfram eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega í þessum mannvirkjagreinum, karlagreinum, þá er erfitt að henda reiður á öllu því sem fer fram. Þetta er því miður partur af slíkri þróun. Það er einbeittur vilji margra að brjóta lög og reglur og það er greinilega verið að gera.“ Sérstakt mansalsteymi verður stofnað innan lögreglu. Gissur segir að aukin þörf sé á auknu eftirliti og heimsóknum á vinnustaði. „Aukið eftirlit er fyrsta svarið. Það er ekkert óeðlilegt að þessi mál skuli bera upp hjá lögreglunni. Hún er sú sem er mest á vettvangi, fyrir utan kannski vinnueftirlitið og sérstakar sendinefndir á vegum stéttarfélaganna. En það væri auðvitað það sem er mikilvægast. Það er ekkert annað en heimsóknir á vinnustaðina sem gilda til að ganga úr skugga um að það sé verið að borga laun, sem viðkomandi upplýsir okkur um að hann ætli að gera. Það fáum við oft ekki fram nema með beinu samtali og hreinlega hálfgerðum yfirheyrslum.“
Mansal í Vík Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira