Innlent

Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður í beinni í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan tólf á hádegi í dag þar sem nýjustu tíðindi verða flutt af framvindu mála vegna leka á Panamaskjölunum og stöðu íslenskra ráðherra í tengslum við það. 

Þúsundir kalla eftir afsögn forsætisráðherra vegna málsins en viðtal hans við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt var í gærkvöldi hefur vakið athygli um heim allan. Þingfundur hefst klukkan 15 á Alþingi í dag en boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 17.

Aukafréttatíminn hefst klukkan tólf og verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×