Auka kvóta til jafns við Norðmenn 15. apríl 2005 00:01 Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstandandi ári og er það í samræmi við langtímastjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. Í tilkynningunni segir að samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á meðan samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum hafi hlutur Íslands verið 15,54 prósent af leyfilegum heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Íslands orðið 138.300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hafi þeir sett sér kvóta fyrir árið 2005 sem sé 14 prósentum hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegsráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér meiri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005 hafi verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14 prósentum hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstandandi ári og er það í samræmi við langtímastjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. Í tilkynningunni segir að samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á meðan samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum hafi hlutur Íslands verið 15,54 prósent af leyfilegum heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Íslands orðið 138.300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hafi þeir sett sér kvóta fyrir árið 2005 sem sé 14 prósentum hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegsráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér meiri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005 hafi verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14 prósentum hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira