Auglýsti eftir nýra á Facebook og 20 gáfu sig fram Hrund Þórsdóttir skrifar 12. mars 2014 20:00 Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira