Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2016 11:04 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar, sem ekki er til sem stjórnarfarsleg eining, þykja hinar undarlegustu. Fyrir rúmri viku þá keypti ríkisstjórnin heilsíðuauglýsingar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þar sem hún vill vekja athygli á sínum góðu verkum. Ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því að svo virðist vera að stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu komnir í kosningagírinn nú þegar rúmt ár er til kosninga, og þeir séu þá að misnota aðstöðu sína. Sú er í það minnsta skoðun Björns Vals Gíslasonar varaformaður VG sem skrifar á bloggsíðu sína:Ýmsir eru þeirrar skoðunar að heilsíðuauglýsingar ríkisstjórnarinnar séu kosningaáróður fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk.„Ríkisstjórn hægriflokkanna hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt í Fréttablaðinu undir nafni ríkisstjórnar Íslands. Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði,“ skrifaði Björn Valur 5. janúar og segir ýmsar spurningar vakna um pólitískar auglýsingar af þessu tagi og telur hann stjórnarflokkana komna út á hálan ís. Í þeirri auglýsingu sem Björn birtir er fjallað um lækkun tolla og aukinn kaupmátt.Fyrirspurn VísisVísir sendi svohljóðandi fyrirspurn á Sigurð Má Jónsson 22. þessa mánaðar: Sæll herra upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar! Hér er fyrirspurn. Ég rek augu í það að í Mogga dagsins er heilsíðuauglýsing frá ríkisstjórn Íslands. a) Hvaðan kemur það fé sem varið er til auglýsingarinnar, þá gerðar og birtingar? b) Hversu mikið kostaði að láta gera auglýsinguna og svo birtingarkostnaður? c) Er eðlilegt að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, er ekki margvíslegur vettvangur annar eðlilegri? Svo sem ræðupúlt Alþingis hvaðan sendar eru sérstaklega út allar ræður þingmanna? Eða bara í fjölmiðlum? d) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum? e) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír, nú þegar rúmt ár er til kosninga? f) Væri ekki eðlilegra að flokkarnir mættu þeim kostnaði sem af slíku hlýst með því að taka af því fé sem sérstaklega er veitt beint til flokkanna?Sigurður Már. Upplýsingafulltrúinn er tregur til að veita upplýsingar.Svar barst samdægurs svohljóðandi: „Ánægjulegt að þú hefur rekið augun í auglýsinguna í Morgunblaðinu - hún var reyndar líka í Fréttablaðinu í gær en hefur greinilega farið framhjá þér. Við höfum móttekið ósk þína og setjum málið í vinnslu.“Engin svörSíðan hefur Vísir ítrekað fyrirspurn sína tvívegis en því hefur í engu verið svarað. Samkvæmt upplýsingalögum, 17. grein, skal tekin ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.“ Ríkisstjórnin virðist samkvæmt þessu hafa brotið gegn upplýsingalögum, en gæti falið sig á bak við það að hér er kveðið á um aðgang að gögnum, en lögin snúa ekki að fyrirspurnum. Í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn þessa efnis segir að svo virðist að hvergi sé skýrt kveðið á um það í lögum að ráðuneyti/upplýsingafulltrúar verði að svara fjölmiðlum innan ákveðins tímafrests. „Það er hins vegar óskráð meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvald á rétt á að fá skriflegt svar nema erindið beri það með sér að svars sé ekki vænst,“ segir meðal annars í svörum frá fjölmiðlanefnd.Hreinar og klárar áróðursauglýsingarÁrna Pál Árnason formaður Samfylkingar segir hér um hreinar og klárar áróðursauglýsingar að ræða. „Okkur finnst þetta mjög undarleg ráðstöfun á almannafé, enda um hreinar áróðursauglýsingar að ræða en ekki neinar upplýsingar til almennings um rétt sem fólk er að fá eða slíkt. Þá vekur athygli að fyrirbærið „ríkisstjórn Íslands“ stendur fyrir auglýsingunum, en það fyrirbæri er ekki til sem stjórnarfarsleg eining og hefur ekki kennitölu,“ sagði Árni Páll í samtali við Vísi nú fyrir helgi. Hann sagði jafnframt að til stæði að Katrín Júlíusdóttir muni leggja fram fyrirspurn um þetta í dag. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Fyrir rúmri viku þá keypti ríkisstjórnin heilsíðuauglýsingar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þar sem hún vill vekja athygli á sínum góðu verkum. Ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því að svo virðist vera að stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu komnir í kosningagírinn nú þegar rúmt ár er til kosninga, og þeir séu þá að misnota aðstöðu sína. Sú er í það minnsta skoðun Björns Vals Gíslasonar varaformaður VG sem skrifar á bloggsíðu sína:Ýmsir eru þeirrar skoðunar að heilsíðuauglýsingar ríkisstjórnarinnar séu kosningaáróður fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk.„Ríkisstjórn hægriflokkanna hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt í Fréttablaðinu undir nafni ríkisstjórnar Íslands. Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði,“ skrifaði Björn Valur 5. janúar og segir ýmsar spurningar vakna um pólitískar auglýsingar af þessu tagi og telur hann stjórnarflokkana komna út á hálan ís. Í þeirri auglýsingu sem Björn birtir er fjallað um lækkun tolla og aukinn kaupmátt.Fyrirspurn VísisVísir sendi svohljóðandi fyrirspurn á Sigurð Má Jónsson 22. þessa mánaðar: Sæll herra upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar! Hér er fyrirspurn. Ég rek augu í það að í Mogga dagsins er heilsíðuauglýsing frá ríkisstjórn Íslands. a) Hvaðan kemur það fé sem varið er til auglýsingarinnar, þá gerðar og birtingar? b) Hversu mikið kostaði að láta gera auglýsinguna og svo birtingarkostnaður? c) Er eðlilegt að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, er ekki margvíslegur vettvangur annar eðlilegri? Svo sem ræðupúlt Alþingis hvaðan sendar eru sérstaklega út allar ræður þingmanna? Eða bara í fjölmiðlum? d) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum? e) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír, nú þegar rúmt ár er til kosninga? f) Væri ekki eðlilegra að flokkarnir mættu þeim kostnaði sem af slíku hlýst með því að taka af því fé sem sérstaklega er veitt beint til flokkanna?Sigurður Már. Upplýsingafulltrúinn er tregur til að veita upplýsingar.Svar barst samdægurs svohljóðandi: „Ánægjulegt að þú hefur rekið augun í auglýsinguna í Morgunblaðinu - hún var reyndar líka í Fréttablaðinu í gær en hefur greinilega farið framhjá þér. Við höfum móttekið ósk þína og setjum málið í vinnslu.“Engin svörSíðan hefur Vísir ítrekað fyrirspurn sína tvívegis en því hefur í engu verið svarað. Samkvæmt upplýsingalögum, 17. grein, skal tekin ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.“ Ríkisstjórnin virðist samkvæmt þessu hafa brotið gegn upplýsingalögum, en gæti falið sig á bak við það að hér er kveðið á um aðgang að gögnum, en lögin snúa ekki að fyrirspurnum. Í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn þessa efnis segir að svo virðist að hvergi sé skýrt kveðið á um það í lögum að ráðuneyti/upplýsingafulltrúar verði að svara fjölmiðlum innan ákveðins tímafrests. „Það er hins vegar óskráð meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvald á rétt á að fá skriflegt svar nema erindið beri það með sér að svars sé ekki vænst,“ segir meðal annars í svörum frá fjölmiðlanefnd.Hreinar og klárar áróðursauglýsingarÁrna Pál Árnason formaður Samfylkingar segir hér um hreinar og klárar áróðursauglýsingar að ræða. „Okkur finnst þetta mjög undarleg ráðstöfun á almannafé, enda um hreinar áróðursauglýsingar að ræða en ekki neinar upplýsingar til almennings um rétt sem fólk er að fá eða slíkt. Þá vekur athygli að fyrirbærið „ríkisstjórn Íslands“ stendur fyrir auglýsingunum, en það fyrirbæri er ekki til sem stjórnarfarsleg eining og hefur ekki kennitölu,“ sagði Árni Páll í samtali við Vísi nú fyrir helgi. Hann sagði jafnframt að til stæði að Katrín Júlíusdóttir muni leggja fram fyrirspurn um þetta í dag.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira