Handbolti

Auðvelt hjá Þóri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir þjálfar Noreg.
Þórir þjálfar Noreg. vísir/getty
Noregur átti í litlum vandræðum með Svartfjallaland í handbolta á Ólympíuleikunum í Ríó, en leik liðanna í kvöld lauk með níu marka sigri Noregs, 28-19.

Svartfjallaland hélt í við Noreg rúmar fyrstu tíu mínúturnar og á tólftu mínútu var staðan 2-2, en þá gaf Noregur í. Þær skoruðu þrjú mörk í röð og eftir það var ekki aftur snúið.

Staðan í hálfleik var 16-11 Noregi í vil og eftirleikurinn varð auðveldur, en Þórir Hergeirsson þjálfarar lið Noregs. Lokatölur 28-19 sigur Noregs.

Nora Mørk skoraði sex mörk fyrir Noreg, en Durdina Jaukovic skoraði fimm mörk fyrir Svartfjallaland.

Noregur er með sex stig eftir fleikina fjóra sem búnir eru, en Svartfjallaland er á botninum án stiga. Brasilía er lika með sex stig, en Spánn, Angóla og Rúmenía eru með fjögur. Þær eru komnar áfram í átta liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×