Auðvelt að sjá það sanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun