Innlent

Auður Lilja nýr formaður UVG

Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. Auk Auðar Lilju voru þau Elías Jón Guðjónsson, varaformaður, Steinunn Rögnvaldsdóttir, ritari, Kári Páll Óskarsson, gjaldkeri kosin í stjórn. Meðstjórnendur verða Sverrir Aðalsteinn Jónsson, Þórhildur Halla Jónsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Þórunn Ólafsdóttir og Erlendur Jónsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×