Innlent

Auður Inga valin framkvæmdastjóri UMFÍ

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Auður Inga er menntaður kennari og hefur jafnframt lokið MBA-gráðu frá HR.
Auður Inga er menntaður kennari og hefur jafnframt lokið MBA-gráðu frá HR.
Auður Inga Þorsteinsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og tekur við starfinu frá og með 1. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur undanfarin 9 ár verið framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Áður var hún deildarstjóri á tveimur leikskólum í Noregi og þar á undan gegndi hún starfi yfirþjálfara hjá Gerplu.Þá hefur Auður einnig  þjálfað fimleika hjá Gerplu og hjá Kolbotn í Noregi,“ segir í tilkynningunni.

Í henni kemur einnig fram að Auður Inga hafi lokið B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og útskrifast í júní með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

„Auður Inga var valin úr hópi ríflega sjötíu umsækjenda en Hagvangur aðstoðaði stjórn UMFÍ við ráðningarferlið. Hún tekur við starfinu af Sæmundi Runólfssyni sem gegnt hefur því í rúm 23 ár,“ segir að lokum í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×