Erlent

Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Steve Mnuchin, verðandi fjármálaráðherra, mættur í lyftuna heima hjá Trump í Trump-turninum í New York.
Steve Mnuchin, verðandi fjármálaráðherra, mættur í lyftuna heima hjá Trump í Trump-turninum í New York. Nordicphotos/AFP
Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni.

Steven Mnuchin verður fjármálaráðherra og Wilbur Ross viðskiptaráðherra. Báðir eru vellauðugir með góð tengsl við viðskiptaheiminn á Wall Street, rétt eins og Trump sjálfur.

Gagnrýnendum Trumps finnst þetta stangast á við yfirlýsingar hans í kosningabaráttunni um að hann ætli að draga úr áhrifum viðskiptaheimsins á stjórn landsins.

„Steve Mnuchin er bara enn einn innanbúðarmaðurinn á Wall Street,“ segir í yfirlýsingu demókratanna Bernies­ Sanders og Elizabeth Warren.­ „Það er ekki breyting af því tagi sem Donald Trump lofaði að gera í Washington, þetta er hræsni af verstu sort.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×