Erlent

Atvinnuleysi hjá norskum lögregluþjónum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hundruð norskra lögreglumanna eru án vinnu.
Hundruð norskra lögreglumanna eru án vinnu. vísir/afp
Af 620 sem útskrifuðust frá lögregluháskólanum í Noregi í ár höfðu aðeins 59,5 prósent fengið starf hjá lögreglunni fyrir lok júni. Inni í tölunum eru sumarafleysingar og ráðning til bráðabirgða að því er norska ríkisútvarpið segir.

Af þeim sem stóðust prófið 2015 var 95,1 prósent starfandi innan lögreglunnar í júní í ár. Dæmi eru um að nýútskrifaður lögreglumaður hafi boðist til að vinna launalaust.

Ekki er ráðið í stað lögreglumanna sem hætta.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags

Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×