Átti lag í nýjasta þætti Grey´s Anatomy Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Axel Flóvent lauk í gær við tónleikaferð um Bandaríkin. mynd/Sigga Ella Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent átti lag í hinum geysivinsæla sjónvarpsþættir Grey's Anatomy sem sýndur var á fimmtudagskvöldið í Bandaríkjunum. Lagið sem notað var í þættinum heitir Beach en það kom út á síðustu EP plötu Axels, sem ber nafnið Forest Fires. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lagið er notað í erlendan sjónvarpsþátt en lagið var einnig notað í Vampire Diaris í desember. „Við vitum af fleiri þáttum en við megum ekki segja frá því að svo stöddu,” segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, spurður út í hvort tónlist Axels verði í fleiri sjónvarpsþáttum á næstunni. Axel hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kom fram á síðustu tónleikum ferðarinnar í gærkvöldi í Chicago. „Túrinn hefur gengið rosalega vel, það hefur verið fullt alls staðar. Við lögðum af stað um síðustu mánaðamót og keyrðum um 3.700 kílómetra allt í allt. Axel spilaði á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin á miðvikudagskvöldið og svo flugum við hingað til Chicago. Við stoppum þó stutt heima því Axel er á leið í stúdíó í Belgíu og ég nýti tímann til að funda með plötufyrirtækinu okkar um framtíðina,“ útskýrir Sindri. Árið lítur vel út hjá Axel en eftir að hafa verið úti nánast allan janúar og mars tekur við mikil vinnutörn í apríl þar sem meðal annars erlendir kvikmyndagerðarmenn á vegum Sony eru væntanlegir til landsins að vinna tónlistarmyndband með Axel. „Svo er stíf dagskrá frá lok apríl alveg fram í lok nóvember. Spot tónlistarhátíðin í Danmörku í lok apríl, Canadian Music Week, austurstranda tónleikaferð um Bandaríkin, Stuttur sprettur í Bretlandi og Great Escape tónlistarhátíðin í maí. Holland, Belgía, Sviss, Secret Solstice, Slottsfjell-hátíðin í Noregi og fleiri hátíðir sem við megum ekki segja frá strax. Þýskaland í september og svo að sjálfsögðu Iceland Airwaves í nóvember,“ segir Sindri. Hann stefnir á að halda tónleika á Íslandi fyrir Secret Solstice. „Það er ekkert skipulagt en líklega náum við tónleikum í apríl.“ Á næstu vikum sendir Axel frá sér nýtt lag og myndband en það er við lagið Sea Creatures. Airwaves Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent átti lag í hinum geysivinsæla sjónvarpsþættir Grey's Anatomy sem sýndur var á fimmtudagskvöldið í Bandaríkjunum. Lagið sem notað var í þættinum heitir Beach en það kom út á síðustu EP plötu Axels, sem ber nafnið Forest Fires. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lagið er notað í erlendan sjónvarpsþátt en lagið var einnig notað í Vampire Diaris í desember. „Við vitum af fleiri þáttum en við megum ekki segja frá því að svo stöddu,” segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, spurður út í hvort tónlist Axels verði í fleiri sjónvarpsþáttum á næstunni. Axel hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kom fram á síðustu tónleikum ferðarinnar í gærkvöldi í Chicago. „Túrinn hefur gengið rosalega vel, það hefur verið fullt alls staðar. Við lögðum af stað um síðustu mánaðamót og keyrðum um 3.700 kílómetra allt í allt. Axel spilaði á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin á miðvikudagskvöldið og svo flugum við hingað til Chicago. Við stoppum þó stutt heima því Axel er á leið í stúdíó í Belgíu og ég nýti tímann til að funda með plötufyrirtækinu okkar um framtíðina,“ útskýrir Sindri. Árið lítur vel út hjá Axel en eftir að hafa verið úti nánast allan janúar og mars tekur við mikil vinnutörn í apríl þar sem meðal annars erlendir kvikmyndagerðarmenn á vegum Sony eru væntanlegir til landsins að vinna tónlistarmyndband með Axel. „Svo er stíf dagskrá frá lok apríl alveg fram í lok nóvember. Spot tónlistarhátíðin í Danmörku í lok apríl, Canadian Music Week, austurstranda tónleikaferð um Bandaríkin, Stuttur sprettur í Bretlandi og Great Escape tónlistarhátíðin í maí. Holland, Belgía, Sviss, Secret Solstice, Slottsfjell-hátíðin í Noregi og fleiri hátíðir sem við megum ekki segja frá strax. Þýskaland í september og svo að sjálfsögðu Iceland Airwaves í nóvember,“ segir Sindri. Hann stefnir á að halda tónleika á Íslandi fyrir Secret Solstice. „Það er ekkert skipulagt en líklega náum við tónleikum í apríl.“ Á næstu vikum sendir Axel frá sér nýtt lag og myndband en það er við lagið Sea Creatures.
Airwaves Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira