Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Einn þriggja virkjunarkosta í Þjórsá sem hafa valdið miklum deilum. fréttablaðið/anton Meirihluti atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar í gær að hann hygðist færa átta virkjanakosti úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Tillagan var hvorki á dagskrá nefndarinnar né lögð fram skriflega. Þá yrði hagsmunaðilum gefin vika til að veita tillögunni umsögn. Í mars á þessu ári lagði verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) til að Hvammsvirkjun færi í orkunýtingarflokk. Í tillögu meirihlutans er sjö kostum til viðbótar bætt við; Urriðafossi og Holtavirkjun sem eru í Þjórsá, Hagavatni og Hólmsá og að auki hálendisvirkjununum; Skrokköldu og Hágöngum, sem eru tveir virkjanakostir. Stjórnarandstaðan brást harkalega við undir liðnum fundarstjórn forseta, talaði um valdníðslu og sagði friðinn um rammaáætlun rofinn. Hún kallaði ítrekað eftir því að forseti þingsins gripi í taumana, hlé yrði gert á þingfundi og fundað með þingflokksformönnum um að tillagan fengi þinglega meðferð.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir tillöguna ekki eiga að koma stjórnarandstöðunni á óvart.„Þessir átta virkjanakostir áttu að vera í nýtingarflokki en voru við málsmeðferð ráðherra í síðustu ríkisstjórn færðir í biðflokk.“Jón segir atvinnuveganefnd hafa haft þessar tillögur til málsmeðferðar lengi, nefndin væri búin að fá til sín tugi gesta og umsagna og þau atriði sem út af standa vegna afgreiðslu þeirra eigi ekki heima á vettvangi rammaáætlunar, heldur heyri þau undir umhverfismat framkvæmda.„Öll þessi atriði á eftir að skoða ef og þegar umhverfismat fer fram um þessa virkjanakosti. Í rammaáætlun á að fara yfir hvaða kostir eru álitlegir til frekari skoðunar, þetta er engin ákvörðun um að á þessum stöðum verði virkjað,“ segir Jón.Aðspurður um af hverju málið beri svo bratt að sem raun ber vitni segir Jón að minnihluta nefndarinnar hafi margoft verið greint frá þessum fyrirætlunum meirihlutans.„Það var bara orðið tímabært að greina frá því að meirihlutinn hafi það í hyggju að fjölga kostum í nýtingarflokki. Þetta er ekkert sem er að gerast með neinum annarlegum vinnubrögðum, þetta er búið að eiga sér þó nokkurn aðdraganda.“Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir meirihlutann vera að kippa inn sjö nýjum kostum þvert á tillögur verkefnastjórnarinnar. „Verkefnastjórnin er bara búin að skila inn tillögu um Hvammsvirkjun og í greinargerð um hana segir að það vanti gögn til að taka ákvörðun um hina kostina.“ Katrín segir það alvarlegt mál að meirihluti atvinnuveganefndar ætli sér að ganga þvert á lög um rammaáætlun. „Þegar lögin um rammaáætlun voru samþykkt þá byggðu þau á heildstæðri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þær virkjanir sem færðar voru úr nýtingarflokki í biðflokk byggðu á umsögnum sem bárust um málið og gefinn var talsvert lengri tími en ein vika til að veita þær umsagnir. Samkvæmt lögunum ber þinginu að senda málið í umsagnarferli eftir að það kemur frá verkefnisstjórn.“Meðal þess sem þeir stjórnarþingmenn sem til máls tóku vísuðu í máli sínu til stuðnings var bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem kom út í fyrra. Í henni greindi Össur frá því hvernig samið var um það milli Samfylkingar og Vinstri grænna að færa Þjórsárvirkjanir úr nýtingarflokki á móti því að umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið áfram. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar í gær að hann hygðist færa átta virkjanakosti úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Tillagan var hvorki á dagskrá nefndarinnar né lögð fram skriflega. Þá yrði hagsmunaðilum gefin vika til að veita tillögunni umsögn. Í mars á þessu ári lagði verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) til að Hvammsvirkjun færi í orkunýtingarflokk. Í tillögu meirihlutans er sjö kostum til viðbótar bætt við; Urriðafossi og Holtavirkjun sem eru í Þjórsá, Hagavatni og Hólmsá og að auki hálendisvirkjununum; Skrokköldu og Hágöngum, sem eru tveir virkjanakostir. Stjórnarandstaðan brást harkalega við undir liðnum fundarstjórn forseta, talaði um valdníðslu og sagði friðinn um rammaáætlun rofinn. Hún kallaði ítrekað eftir því að forseti þingsins gripi í taumana, hlé yrði gert á þingfundi og fundað með þingflokksformönnum um að tillagan fengi þinglega meðferð.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir tillöguna ekki eiga að koma stjórnarandstöðunni á óvart.„Þessir átta virkjanakostir áttu að vera í nýtingarflokki en voru við málsmeðferð ráðherra í síðustu ríkisstjórn færðir í biðflokk.“Jón segir atvinnuveganefnd hafa haft þessar tillögur til málsmeðferðar lengi, nefndin væri búin að fá til sín tugi gesta og umsagna og þau atriði sem út af standa vegna afgreiðslu þeirra eigi ekki heima á vettvangi rammaáætlunar, heldur heyri þau undir umhverfismat framkvæmda.„Öll þessi atriði á eftir að skoða ef og þegar umhverfismat fer fram um þessa virkjanakosti. Í rammaáætlun á að fara yfir hvaða kostir eru álitlegir til frekari skoðunar, þetta er engin ákvörðun um að á þessum stöðum verði virkjað,“ segir Jón.Aðspurður um af hverju málið beri svo bratt að sem raun ber vitni segir Jón að minnihluta nefndarinnar hafi margoft verið greint frá þessum fyrirætlunum meirihlutans.„Það var bara orðið tímabært að greina frá því að meirihlutinn hafi það í hyggju að fjölga kostum í nýtingarflokki. Þetta er ekkert sem er að gerast með neinum annarlegum vinnubrögðum, þetta er búið að eiga sér þó nokkurn aðdraganda.“Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir meirihlutann vera að kippa inn sjö nýjum kostum þvert á tillögur verkefnastjórnarinnar. „Verkefnastjórnin er bara búin að skila inn tillögu um Hvammsvirkjun og í greinargerð um hana segir að það vanti gögn til að taka ákvörðun um hina kostina.“ Katrín segir það alvarlegt mál að meirihluti atvinnuveganefndar ætli sér að ganga þvert á lög um rammaáætlun. „Þegar lögin um rammaáætlun voru samþykkt þá byggðu þau á heildstæðri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þær virkjanir sem færðar voru úr nýtingarflokki í biðflokk byggðu á umsögnum sem bárust um málið og gefinn var talsvert lengri tími en ein vika til að veita þær umsagnir. Samkvæmt lögunum ber þinginu að senda málið í umsagnarferli eftir að það kemur frá verkefnisstjórn.“Meðal þess sem þeir stjórnarþingmenn sem til máls tóku vísuðu í máli sínu til stuðnings var bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem kom út í fyrra. Í henni greindi Össur frá því hvernig samið var um það milli Samfylkingar og Vinstri grænna að færa Þjórsárvirkjanir úr nýtingarflokki á móti því að umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið áfram.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira