Átta þúsund ný störf á næstu tveimur árum Höskuldur Kári Schram skrifar 8. janúar 2016 18:45 Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl. Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl.
Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira