Erlent

Átta látnir í eldsvoða í París

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eldurinn kom upp á jarðhæð hússins.
Eldurinn kom upp á jarðhæð hússins. Vísir/AFP
Átta eru látnir eftir eldsvoða í París. Fjórir aðrir eru sagðir slasaðir. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn fram á morgun sem hafði læst hefur sig í fimm hæða byggingu í átjánda hverfinu. 

Tveir hinna látnu létust við að reyna að flýja eldinn út um glugga hússins. Tvö börn eru meðal hinna látnu. 

Franska lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á upptökum eldsins eftir að í ljós kom að eldur hafði kviknaði í blokkinni tvívegis í nótt en hann var slökktur í fyrra skiptið án þess að slys hefðu orðið á fólki. 

Um 100 slökkviliðsmenn voru á vettvangi þegar mest var. Eldurinn kviknaði í nótt á jarðhæð hússins, sem er íbúðarhús, og barst svo upp stigaganginn. 

Innanríkisráðherra Frakklands hefur sagði í samtali við fjölmiðla á vettvangi að of snemmt væri til að segja til um hver upptök eldsins hefðu verið. 

Uppfært klukkan 7.22 með nánari upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×